„Kyle og Mauricio hafa verið skilin í dágóða stund núna en þú búa ennþá undir sama þaki,“ er haft eftir heimildarmanni People sem sagður er vera náinn parinu. Þá segir heimildarmaðurinn að þau séu vinsamleg hvort við annað á meðan skilnaðurinn er í gangi.
Richards og Umansky hittust í fyrsta skipti á djamminu árið 1994. Síðar á sama ári trúlofuðu þau sig og fór giftingin fram í upphafi ársins 1996. Þau eiga saman þrjár dætur en Richards á eina dóttur úr fyrsta hjónabandi sínu.
Einungis þrír mánuðir eru síðan Mauricio þaggaði niður í orðrómi um að samband þeirra stæði á brauðfótum. Þá höfðu náðst ljósmyndir af Richards án giftingarhringsins. „Við erum ekki að skilja,“ fullyrti Umansky í hlaðvarpi í apríl.