Lífið samstarf

Fjör með Bylgju­lestinni á Írskum dögum

Bylgjulestin
Vala Eiríks, einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar á Akranesi síðasta laugardag, ásamt Pálmari Vígmundssyni en hann vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023 á Írskum dögum sem haldnir í bænum sömu helgi. 
Vala Eiríks, einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar á Akranesi síðasta laugardag, ásamt Pálmari Vígmundssyni en hann vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023 á Írskum dögum sem haldnir í bænum sömu helgi. 

Bylgjulestin heimsótti bæjarhátíðina Írska daga á Akranesi síðasta laugardag en hátíðin fór fram þar síðustu helgi.

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri og Bylgjan var í beinni útsendingu á laugardag milli kl. 12 og 16.

Lestarstjórar að þessu sinni eru þau Svali Kaldalóns, Vala Eiríks og Ómar Úlfur sem fengu góða gesti til sín og ræddu við hlustendur.

Þrátt fyrir sólarleysið og vætuna var afar góð stemning í bænum á laugardag eins og myndirnar sem Hulda Margrét tók sýna glögglega.

Svali, Vala Eiríks og Ómar Úlfur voru lestarstjórar síðasta laugardag.

Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum, samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka.

Bylgjulestin mætti á Akranes á laugardag á Írska daga.  Myndir/Hulda Margrét   

Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Selfoss en þar verður hún laugardaginn 8. júlí.

Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.