Íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2023 17:57 Vilhjámur Birgissson gagnrýnir ráðherra og þingmenn harðlega vegna aðgerðarleysis þegar kemur að hvalveiðibanni. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Líkt og kunnungt er ákvað Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að fresta hvalveiðum út ágúst daginn áður en þær áttu að hefjast hinn 21. júní. Flestir starfsmenn Hvals hf. eru í Verkalýðsfélagi Akraness. „Ég met stöðuna ekkert rosalega vel. Ég ætla alveg að vera heiðarlegur með það,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Er vertíðin farin út um gluggann? „Ég vona svo sannarlega ekki, við ætlum ekki að gefast upp strax. En þetta er gríðarlegir hagmunir sem eru undir hjá okkar félagsmönnum. Það liggur fyrir að meðallaunin eru í kringum 1,8 milljón á síðustu vertíð. Heildartekjurnar námu í kringum 1,2 milljarð fyrir utan launatengd gjöld. Þannig að þetta er algjörlega forkastanlegt að matvælaráðherra skuli voga sér að taka vertíðina af starfsmönnunum einni mínútu áður en vertíðin átti að hefjast.“ Til skoðunar að stefna Hvali hf Fyrir helgi sendi félagið erindi til umboðsmann Alþingis vegna málsins. „Síðan erum við að skoða aðra þætti sem er skylda stéttarfélaganna. Eitt af því er að skoða hvort við þurfum að stefna Hval ef ekkert verður af vertíðinni, og krefja þá um að launatap verði greitt með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur. Einnig sé til skoðunar að stefna ríkinu. „Við sendum matvælaráðherra bréf 22. júní þar sem við óskuðum eftir því að þau mundu koma til móts við starfsmenn ef þessari ákvörðun yrði ekki snúið við. En því miður hefur matvælaráðherra ekki einu sinni svarað þessu erindi, þrátt fyrir að 150 fjölskyldur séu undir.“ Þingmenn hafi sýnt málinu lítinn skilning Þá gagnrýnir Vilhjálmur þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega. „Langflestir hafa sýnt þessu máli að mínum dómi afskaplega lítinn skilning. Það þýðir lítið fyrir þessa aðila að koma hingað inn í þetta kjördæmi og tala eitthvað digurbarklega um hvað eigi að gera. Þegar menn geta ekki einusinni staðið í lappirnar og varið hér stjórnarskrávarin atvinnuréttindi launafólks, þá er bleik brugðið.“ Hann segir hljóðið í íbúum bæjarins mjög slæmt. „Við skulum hafa það hugfast að hér mættu fjögur hundruð manns á fund til að lýsa yfir stuðningi við félagið og krefja matvælaráðherra um að draga þessa ákvörðun til baka. Það sýnir svo ekki sé um villst hver staða bæjarbúa er gagnvart þessu máli.“ Ólíkt ágreiningi um sjómannaafslátt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hætt er við hvalavertíð með tiltölulega stuttum fyrirvara. Árið 2012 hætti Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sjálfur við vertíð í kjölfar deilna vegna launa háseta á hvalveiðibátunum. Vilhjálmur segir himinn og haf á milli þessara mála. „Þar var ágreiningur um sjómannaafsláttinn sem gilti fyrir alla sjómenn á Íslandi. Það var ekki verið að blása þá vertíð af fimm mínútum áður en vertíðin átti að hefjast.“ Hvalveiðar Akranes Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Líkt og kunnungt er ákvað Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að fresta hvalveiðum út ágúst daginn áður en þær áttu að hefjast hinn 21. júní. Flestir starfsmenn Hvals hf. eru í Verkalýðsfélagi Akraness. „Ég met stöðuna ekkert rosalega vel. Ég ætla alveg að vera heiðarlegur með það,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Er vertíðin farin út um gluggann? „Ég vona svo sannarlega ekki, við ætlum ekki að gefast upp strax. En þetta er gríðarlegir hagmunir sem eru undir hjá okkar félagsmönnum. Það liggur fyrir að meðallaunin eru í kringum 1,8 milljón á síðustu vertíð. Heildartekjurnar námu í kringum 1,2 milljarð fyrir utan launatengd gjöld. Þannig að þetta er algjörlega forkastanlegt að matvælaráðherra skuli voga sér að taka vertíðina af starfsmönnunum einni mínútu áður en vertíðin átti að hefjast.“ Til skoðunar að stefna Hvali hf Fyrir helgi sendi félagið erindi til umboðsmann Alþingis vegna málsins. „Síðan erum við að skoða aðra þætti sem er skylda stéttarfélaganna. Eitt af því er að skoða hvort við þurfum að stefna Hval ef ekkert verður af vertíðinni, og krefja þá um að launatap verði greitt með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur. Einnig sé til skoðunar að stefna ríkinu. „Við sendum matvælaráðherra bréf 22. júní þar sem við óskuðum eftir því að þau mundu koma til móts við starfsmenn ef þessari ákvörðun yrði ekki snúið við. En því miður hefur matvælaráðherra ekki einu sinni svarað þessu erindi, þrátt fyrir að 150 fjölskyldur séu undir.“ Þingmenn hafi sýnt málinu lítinn skilning Þá gagnrýnir Vilhjálmur þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega. „Langflestir hafa sýnt þessu máli að mínum dómi afskaplega lítinn skilning. Það þýðir lítið fyrir þessa aðila að koma hingað inn í þetta kjördæmi og tala eitthvað digurbarklega um hvað eigi að gera. Þegar menn geta ekki einusinni staðið í lappirnar og varið hér stjórnarskrávarin atvinnuréttindi launafólks, þá er bleik brugðið.“ Hann segir hljóðið í íbúum bæjarins mjög slæmt. „Við skulum hafa það hugfast að hér mættu fjögur hundruð manns á fund til að lýsa yfir stuðningi við félagið og krefja matvælaráðherra um að draga þessa ákvörðun til baka. Það sýnir svo ekki sé um villst hver staða bæjarbúa er gagnvart þessu máli.“ Ólíkt ágreiningi um sjómannaafslátt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hætt er við hvalavertíð með tiltölulega stuttum fyrirvara. Árið 2012 hætti Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sjálfur við vertíð í kjölfar deilna vegna launa háseta á hvalveiðibátunum. Vilhjálmur segir himinn og haf á milli þessara mála. „Þar var ágreiningur um sjómannaafsláttinn sem gilti fyrir alla sjómenn á Íslandi. Það var ekki verið að blása þá vertíð af fimm mínútum áður en vertíðin átti að hefjast.“
Hvalveiðar Akranes Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28
Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46