Lífið

„Ég mana ykkur að kasta einhverju í mig“

Máni Snær Þorláksson skrifar
Adele á tónleikum í Las Vegas. Þar manaði hún aðdáendur sína um helgina í að kasta einhverju í sig.
Adele á tónleikum í Las Vegas. Þar manaði hún aðdáendur sína um helgina í að kasta einhverju í sig. Getty/Kevin Mazur

Undanfarið virðist vera sem það sé að færast í aukana að ýmsum hlutum sé kastað í átt að tónlistarfólki á meðan það kemur fram á sviði. Tónlistarkonan Adele ræddi um þetta á tónleikum sínum og sendi aðdáendum sínum skilaboð.

„Eruði búin að sjá þetta? Ég fokking mana ykkur, ég mana ykkur að kasta einhverju í mig. Ég fokking drep ykkur,“ sagði Adele er hún spilaði í Las Vegas um helgina. Fyrir það sagði hún að fólk væri búið að gleyma mannasiðunum sínum.

Til að mynda kastaði einn tónlistargestur síma í áttina að tónlistarkonunni Bebe Rexha á dögunum. Rexha hneig niður á sviðinu í kjölfarið og þurfti að fara á sjúkrahús þar sem hlúið var að henni.

Rapparinn Lil Nas X lenti svo í því að kynlífsdóti var kastað í áttina að honum er hann spilaði í Stokkhólmi um helgina. Sá hafði húmor fyrir því og gerði brandara áður en hann hélt áfram með tónleikana.

Sönkonan P!nk hefur þá heldur betur lent í furðulegum atvikum í þessu sambandi. Fyrir um viku síðan var hún að spila á tónleikum þegar henni var réttur risastór Brie ostur. 

@much #PINK receives wheel of brie cheese from a fan during her show in London [via @Radikal Zee original sound - MuchMusic

Það hefur þó ábyggilega verið betra en það sem gerðist nokkrum dögum fyrr. Þá kastaði aðdáandi plastpoka á sviðið til P!nk og sagði að hann innihéldi ösku móður sinnar. „Ég veit ekki hvernig mér á að líða með þetta,“ sagði söngkonan við því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×