Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 15:18 Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu. Það er á valdi Rússa. AP/Libkos Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40
Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52