Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 15:18 Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu. Það er á valdi Rússa. AP/Libkos Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40
Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52