Betra er að deila en að eiga Hopp 7. júlí 2023 09:01 Hopp hefur á rúmum þremur árum gjörbreytt hugsunarhætti landsmanna þegar kemur að samgöngum. Nýjasta þjónusta Hopp er Hopp leigubílaþjónustan. Þótt Hopp hafi einungis starfað hér á landi í rúm þrjú ár hefur fyrirtækið gjörbreytt hugsunarhætti landsmanna þegar kemur að samgöngum. Í dag geta notendur leigt rafskútur, bíla, litla sendiferðabíla og leigubíla gegnum Hopp appið en þjónusta Hopp skapar mikil þægindi fyrir notendur, gerir það að verkum að fjöldi íbúa þarf ekki að eiga bíl, minnkar mengun og ekki síst, gefur þeim sem þurfa að vera á bíl stöðu sinnar eða vinnu sinnar vegna, meira pláss í umferðinni. „Við sem samfélag erum svo sannarlega öll að græða á þessu fyrirkomulagi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. „Notendur okkar eru að upplifa mikið frelsi og þægindi sem felst í því að nýta sér ólíkar þjónustuleiðir okkar og losna um leið við að eiga og reka bíl.“ „Á meðan almenningssamgöngur eru ekki með þéttara net getum við hjá Hopp brúað bilið og boðið upp á valmöguleika til að ferðast um án þess að vera bundinn við einkabílinn,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Við þurfum nefnilega að breyta ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu og minnka umferðarteppur bætir hún við. „Á meðan almenningssamgöngur eru ekki með þéttara net getum við hjá Hopp brúað bilið og boðið upp á valmöguleika til að ferðast um án þess að vera bundinn við einkabílinn.“ 20% betri nýtni fyrir leigubílastjóra Leigubílaþjónusta Hopp er nýjasta þjónusta fyrirtækisins og hefur mikil þægindi og hagræði í för með sér. En það er ekki bara notandinn sem er að upplifa þægindi og góða þjónustu. Bílstjórarnir sjálfir eru himinlifandi með þjónustuna enda gerir hún þeim m.a. kleift að ná inn sömu eða jafnvel meiri innkomu með því að keyra færri kílómetra. „Þar sem appið finnur alltaf bestu ferðina líka fyrir bílstjórann verður nýtingin miklu betri, eða allt að 20% minni akstur fyrir sömu innkomu og áður, sem er auðvitað gríðarlega mikils virði. Það sem notendur okkar eru helst að upplifa er hversu notendavæn þjónustan er og hvað gagnsæið er um leið margfalt betra.“ Hún segir pöntunarferlið afar einfalt og þægilegt. „Segja má að þetta líkist frekar kaupum í netverslun heldur en að skipta við leigubílastöð. Þú byrjar á því að panta bíl frá a til b. Næsta skref er að velja á milli bíla sem við bjóðum upp á og í kjölfarið færðu verðtilboð og upplýsingar um hvað langt er í bílinn.“ Þegar notandinn er búinn að samþykkja fer appið beint í að leita að besta bílnum út frá þessum forsendum. „Ef fyrsti bílstjóri kemst ekki er leitað að þeim næsta, þar til þú parast við rétta bílstjórann. Þá færðu upplýsingar á skjánum um hvernig bíll er að koma að sækja þig, bílstjórann og hversu margar stjörnur hann er með, hvar bílinn er staddur og hversu langt er í hann. Því þarf ekkert að hringja og forvitnast frekar um stöðuna á honum, það sést allt nákvæmlega í appinu.“ Pöntunarferlið fyrir Hopp leigubílaþjónustuna er afar einfalt og þægilegt og er allt ferlið og upplýsingar sýnilegt í Hopp appinu. Tækifæri fyrir fyrirtæki Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að sjá sér hag í því að nýta sér fyrirtækjareikninga Hopp enda er í dag hægt að velja um þrjá mismunandi leiðir til að ferðast á milli staða. „Það er mikil fjárbinding fólgin í því að eiga stóran bílaflota sem stendur jafnvel óhreyfður stóran hluta dags. Því þarf ekki flókinn útreikning til að sjá að það margborgar sig fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir að nota þjónustuleiðir Hopp í stað þess að reka og eiga bílaflota.“ Hún nefnir einnig að fyrirtæki og stofnanir geri sífellt meiri kröfur um samfélagslega ábyrgð og notist m.a. við kolefnisbókhaldi og þar hjálpi þjónusta Hopp svo sannarlega til þar sem hægt er að velja á milli rafskúta, rafdeilibíla og rafleigubíla. Hopp veitir val, fjölbreytileika og lífsgæði En Hopp leigubílaþjónustan þýðir ekki bara aukið virði fyrir notendur og bílstjóra heldur fyrir samfélagið í heild útskýrir Sæunn. „Umhverfisáhrifin eru auðvitað mikil enda mikill kostur þegar bílum fækkar á götum borgarinnar með minni mengun og færri umferðarteppum. Auk þess gefur það fólki, sem sannarlega þarf að nota bíl daglega, meira pláss og styttir aksturstíma þess mjög.“ Sæunn segir vöxt fyrirtækisins vera stöðugan og það séu mjög spennandi tímar í vændum. Vöxtur fyrir leigubílaþjónustu í Hopp appinu sé þó háður því að það takist að fjölga bílstjórum sem aka með hopp appinu nægilega mikið. „En væntingar okkar um vöxt almennt snúa að því að fá fleiri til að hugsa áður en farið er út úr húsi: Þarf ég að taka bílinn í dag eða eiga bíl yfirhöfuð? Því nú hefur fólk meira val. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður alltaf hópur sem þarf að nota bíl daglega en það eykur sannarlega lífsgæði allra þegar umferðarmenningin breytist. Og það snýr ekki bara að samgöngunum sjálfum heldur einnig að umhverfi- og skipulagsmálum sem gefur okkur öllum betri borg til að búa í.“ Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís, á ekki bíl og notar rafskútur, deilibíla og leigubíla frá Hopp í bland við strætisvagna. Hún segir Hopp vera frábæran kost fyrir fólk sem kýs bíllausan lífsstíl. Þjónusta Hopp er ódýr, umhverfisvæn og sveigjanleg Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís, sá fyrst rafskútur og deilibíla þegar hún bjó í París en nýtti sér það aldrei þar sem hún kaus að nota neðanjarðarlestir og strætisvagna. „Þegar ég flutti aftur heim fannst mér vanta upp á tíðnina og sveigjanleikann í almenningssamgöngum og var því mjög spennt þegar Hopp hóf starfssemi hér. Mér finnst þetta sérstaklega heillandi því þjónustan er ódýr og hjálpar mér að lifa bíllausum lífsstíl, því ég hef núna val milli strætisvagna, rafskúta, deilibíla og leigubíla. Þetta sparar mér líka alls konar viðgerðarkostnað, dekkjaskipti og fleira.“ Hún segist nýta sér oft rafskútur í styttri ferðir, t.d. í sund, í heimsóknir til vina í hverfinu eða niður í bæ. „Ég nota bílana mjög mikið til að skjótast í búðir, og þá reyni ég að fara kannski í fleiri en eina búð í einu og pása bókunina bara á meðan ég skýst inn. Þetta er frábær kostur þegar ég þarf að fara langt út í úthverfi í einhverjar búðir sem ég myndi aldrei nenna að fara með strætó eða væri of dýrt í leigubíl.“ Miriam segir kostina við þjónustu Hopp vera m.a. þá að hún sé ódýr, umhverfisvæn og sveigjanleg. „Tækin sem eru í umferð eru í góðu ásigkomulagi, appið virkar sjúklega vel og mér hefur þótt Hopp bregðast hratt og vel við öllum ábendingum. Mér finnst kostnaðurinn alltaf koma mér á óvart, ég býst alltaf við að hann sé meira en raunin er – svo ég enda alltaf ánægð.“ Sjálf á Miriam ekki bíl og finnur ekki þörf fyrir að eignast einn slíkan. „Í flestum tilfellum nýti ég mér miklu frekar Hopp en að fá lánaðan bíl hjá öðrum, þótt það hafi einstaka sinnum komið fyrir. Mér finnst kannski einna helst erfiðast að geta ekki ferðast út á land en er þá frekar til í að borga fyrir bílaleigubíl þar sem ég er hvort sem er ekkert að borga fyrir að eiga bíl allt árið.“ Nánari upplýsingar á hopp.is. Samgöngur Rafhlaupahjól Leigubílar Umhverfismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Í dag geta notendur leigt rafskútur, bíla, litla sendiferðabíla og leigubíla gegnum Hopp appið en þjónusta Hopp skapar mikil þægindi fyrir notendur, gerir það að verkum að fjöldi íbúa þarf ekki að eiga bíl, minnkar mengun og ekki síst, gefur þeim sem þurfa að vera á bíl stöðu sinnar eða vinnu sinnar vegna, meira pláss í umferðinni. „Við sem samfélag erum svo sannarlega öll að græða á þessu fyrirkomulagi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. „Notendur okkar eru að upplifa mikið frelsi og þægindi sem felst í því að nýta sér ólíkar þjónustuleiðir okkar og losna um leið við að eiga og reka bíl.“ „Á meðan almenningssamgöngur eru ekki með þéttara net getum við hjá Hopp brúað bilið og boðið upp á valmöguleika til að ferðast um án þess að vera bundinn við einkabílinn,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Við þurfum nefnilega að breyta ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu og minnka umferðarteppur bætir hún við. „Á meðan almenningssamgöngur eru ekki með þéttara net getum við hjá Hopp brúað bilið og boðið upp á valmöguleika til að ferðast um án þess að vera bundinn við einkabílinn.“ 20% betri nýtni fyrir leigubílastjóra Leigubílaþjónusta Hopp er nýjasta þjónusta fyrirtækisins og hefur mikil þægindi og hagræði í för með sér. En það er ekki bara notandinn sem er að upplifa þægindi og góða þjónustu. Bílstjórarnir sjálfir eru himinlifandi með þjónustuna enda gerir hún þeim m.a. kleift að ná inn sömu eða jafnvel meiri innkomu með því að keyra færri kílómetra. „Þar sem appið finnur alltaf bestu ferðina líka fyrir bílstjórann verður nýtingin miklu betri, eða allt að 20% minni akstur fyrir sömu innkomu og áður, sem er auðvitað gríðarlega mikils virði. Það sem notendur okkar eru helst að upplifa er hversu notendavæn þjónustan er og hvað gagnsæið er um leið margfalt betra.“ Hún segir pöntunarferlið afar einfalt og þægilegt. „Segja má að þetta líkist frekar kaupum í netverslun heldur en að skipta við leigubílastöð. Þú byrjar á því að panta bíl frá a til b. Næsta skref er að velja á milli bíla sem við bjóðum upp á og í kjölfarið færðu verðtilboð og upplýsingar um hvað langt er í bílinn.“ Þegar notandinn er búinn að samþykkja fer appið beint í að leita að besta bílnum út frá þessum forsendum. „Ef fyrsti bílstjóri kemst ekki er leitað að þeim næsta, þar til þú parast við rétta bílstjórann. Þá færðu upplýsingar á skjánum um hvernig bíll er að koma að sækja þig, bílstjórann og hversu margar stjörnur hann er með, hvar bílinn er staddur og hversu langt er í hann. Því þarf ekkert að hringja og forvitnast frekar um stöðuna á honum, það sést allt nákvæmlega í appinu.“ Pöntunarferlið fyrir Hopp leigubílaþjónustuna er afar einfalt og þægilegt og er allt ferlið og upplýsingar sýnilegt í Hopp appinu. Tækifæri fyrir fyrirtæki Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að sjá sér hag í því að nýta sér fyrirtækjareikninga Hopp enda er í dag hægt að velja um þrjá mismunandi leiðir til að ferðast á milli staða. „Það er mikil fjárbinding fólgin í því að eiga stóran bílaflota sem stendur jafnvel óhreyfður stóran hluta dags. Því þarf ekki flókinn útreikning til að sjá að það margborgar sig fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir að nota þjónustuleiðir Hopp í stað þess að reka og eiga bílaflota.“ Hún nefnir einnig að fyrirtæki og stofnanir geri sífellt meiri kröfur um samfélagslega ábyrgð og notist m.a. við kolefnisbókhaldi og þar hjálpi þjónusta Hopp svo sannarlega til þar sem hægt er að velja á milli rafskúta, rafdeilibíla og rafleigubíla. Hopp veitir val, fjölbreytileika og lífsgæði En Hopp leigubílaþjónustan þýðir ekki bara aukið virði fyrir notendur og bílstjóra heldur fyrir samfélagið í heild útskýrir Sæunn. „Umhverfisáhrifin eru auðvitað mikil enda mikill kostur þegar bílum fækkar á götum borgarinnar með minni mengun og færri umferðarteppum. Auk þess gefur það fólki, sem sannarlega þarf að nota bíl daglega, meira pláss og styttir aksturstíma þess mjög.“ Sæunn segir vöxt fyrirtækisins vera stöðugan og það séu mjög spennandi tímar í vændum. Vöxtur fyrir leigubílaþjónustu í Hopp appinu sé þó háður því að það takist að fjölga bílstjórum sem aka með hopp appinu nægilega mikið. „En væntingar okkar um vöxt almennt snúa að því að fá fleiri til að hugsa áður en farið er út úr húsi: Þarf ég að taka bílinn í dag eða eiga bíl yfirhöfuð? Því nú hefur fólk meira val. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður alltaf hópur sem þarf að nota bíl daglega en það eykur sannarlega lífsgæði allra þegar umferðarmenningin breytist. Og það snýr ekki bara að samgöngunum sjálfum heldur einnig að umhverfi- og skipulagsmálum sem gefur okkur öllum betri borg til að búa í.“ Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís, á ekki bíl og notar rafskútur, deilibíla og leigubíla frá Hopp í bland við strætisvagna. Hún segir Hopp vera frábæran kost fyrir fólk sem kýs bíllausan lífsstíl. Þjónusta Hopp er ódýr, umhverfisvæn og sveigjanleg Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís, sá fyrst rafskútur og deilibíla þegar hún bjó í París en nýtti sér það aldrei þar sem hún kaus að nota neðanjarðarlestir og strætisvagna. „Þegar ég flutti aftur heim fannst mér vanta upp á tíðnina og sveigjanleikann í almenningssamgöngum og var því mjög spennt þegar Hopp hóf starfssemi hér. Mér finnst þetta sérstaklega heillandi því þjónustan er ódýr og hjálpar mér að lifa bíllausum lífsstíl, því ég hef núna val milli strætisvagna, rafskúta, deilibíla og leigubíla. Þetta sparar mér líka alls konar viðgerðarkostnað, dekkjaskipti og fleira.“ Hún segist nýta sér oft rafskútur í styttri ferðir, t.d. í sund, í heimsóknir til vina í hverfinu eða niður í bæ. „Ég nota bílana mjög mikið til að skjótast í búðir, og þá reyni ég að fara kannski í fleiri en eina búð í einu og pása bókunina bara á meðan ég skýst inn. Þetta er frábær kostur þegar ég þarf að fara langt út í úthverfi í einhverjar búðir sem ég myndi aldrei nenna að fara með strætó eða væri of dýrt í leigubíl.“ Miriam segir kostina við þjónustu Hopp vera m.a. þá að hún sé ódýr, umhverfisvæn og sveigjanleg. „Tækin sem eru í umferð eru í góðu ásigkomulagi, appið virkar sjúklega vel og mér hefur þótt Hopp bregðast hratt og vel við öllum ábendingum. Mér finnst kostnaðurinn alltaf koma mér á óvart, ég býst alltaf við að hann sé meira en raunin er – svo ég enda alltaf ánægð.“ Sjálf á Miriam ekki bíl og finnur ekki þörf fyrir að eignast einn slíkan. „Í flestum tilfellum nýti ég mér miklu frekar Hopp en að fá lánaðan bíl hjá öðrum, þótt það hafi einstaka sinnum komið fyrir. Mér finnst kannski einna helst erfiðast að geta ekki ferðast út á land en er þá frekar til í að borga fyrir bílaleigubíl þar sem ég er hvort sem er ekkert að borga fyrir að eiga bíl allt árið.“ Nánari upplýsingar á hopp.is.
Samgöngur Rafhlaupahjól Leigubílar Umhverfismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira