„Við erum komin inn á eldgosatímabil“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 21:20 Þorvaldur Þórðarson segir allt benda til þess að það fari að gjósa á Reykjanesskaga. Eldgosatímabil sé hafið og það megi eiga von á tíðum gosum næstu 300 til 400 árin. Vísir/Einar Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í dag allt benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos sem yrði líklega stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Kvika væri búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar en erfitt væri að segja til um magn hennar og enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs. Þorvaldur ræddi við fréttastofu í kvöld um skjálftavirknina síðasta sólarhring, yfirvofandi eldgos og eldgosatímabilið sem er hafið og stendur yfir næstu 300 til 400 árin. Skjálftarnir geti farið stækkandi Þorvaldur segir skjálftavirkni hafa aukist undanfarinn sólarhring, sérstaklega frá því í morgun, og það sé möguleiki á að skjálftarnir fari stækkandi. „Síðasta sólarhring hefur skjálftavirkni aukist verulega hérna við Fagradalsfjall, rétt norðan við Fagradalsfjall reyndar og í beinni línu út frá gígaröðinni sem gaus 2022,“ sagði Þorvaldur við fréttastofu. „Það sem hefur verið að gerast í dag, frá því í morgun, er að það hafa orðið fleiri stærri skjálftar. Tíðni stærri skjálftanna hefur aukist og þeir hafa líka stækkað þannig þeir eru farnir að nálgast stærðargráðuna fimm.“ Heldurðu að það sé von á stærri skjálftum? „Það er alveg möguleiki á því. Bæði hér og svo gæti líka reinin sem við kennum við Brennisteinsfjöll, hún gæti líka skroppið til. Hún er nú kannski þekkt fyrir að vera með sæmilega stóra skjálfta,“ sagði hann. Þeir skjálftar kæmu þá til með að finnast vel á höfuðborgarsvæðinu? „Ég reikna fastlega með því og að menn finni vel fyrir þeim skjálftum. En það góða við okkar hús og byggingar að þær eru byggðar með ákveðnum stöðlum þannig ég held við getum alveg verið örugg með að það skeður ekkert alvarlegt en kannski hristist aðeins. Allt bendi til yfirvofandi eldgoss Þorvaldur segir yfirstandandi atburðarás benda til þess að gos sé yfirvofandi. Áhrif gossins á samgöngur og mannvirki velti á staðsetningu. Metur þú það sem svo að það sé líklegra að það verði af gosi heldur en ekki? „Mér finnst allt benda til þess að það stefni í gos.“ Eldgos í Merardölum við Fagradalsfjall.Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög svipuð atburðarás og var fyrir gosið 2022. Við erum búin að vera með skjálfta í rúman dag og það er svipað því sem var fyrir það gos. Svo fjórum dögum seinna kom gosið sjálft. Þannig kannski fáum við svipaða atburðarás eða kannski kemur það fyrr,“ sagði Þorvaldur. Hvað með Suðurlandsveg og Grindavík hvað hraunrennsli varðar ef það kemur til goss? „Það fer alveg eftir því hvar gosið kemur upp,“ segir Þorvaldur. „Það er alveg möguleiki á að gosið komi upp á mjög svipuðum stað og það gerði 2021 eða 2022. Þá er það náttúrulega afmarkað af Fagradalsfjalli og það þarf að vera verulega stórt til að það komist út úr fjallaklasanum og fari að streyma niður að mannvirkjum eða öðrum innviðum.“ Ekki útilokað að hraun renni yfir Reykjanesbraut Þorvaldur segir ekki útilokað að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í gosinu í fyrra. „Skjálftavirknin núna er fyrir norðan gossprunguna frá 2022 og ef gossprungan opnast norðar þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi,“ segir hann. „Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd. En til þess að ná því þarf það að ná ákveðinni stærð, eða ákveðinni framleiðni, þannig það geti keyrt nægilega hratt þarna niður eftir.“ Væri hægt að segja til um hvort þetta mögulega gos sé af þeirri stærð með tilliti til magns kviku? „Nei, við getum nú ekki sagt neitt um það,“ sagði hann og bætti við „ég reikna nú með því að það verði svipað og fyrri gos. Af svipaðri stærðargráðu. Þannig það er ólíklegt að hraun nái niður á Reykjanesbraut en það þarf ekki mikið meira til.“ „Ef gosið tvöfaldast til dæmis þá aukast líkurnar verulega að það nái niður á Reykjanesbraut.“ Eldgosatímabil hafið Þorvaldur segir eldgosatímabil hafið og á slíkum tímabilum þá gjósi mjög reglulega. Hann mælir ekki gegn því að fólk heimsæki svæðið en betra sé að forðast kletta og brattar hlíðar vegna grjóthruns. Telurðu að þetta ástand sé mögulega komið til að vera? „Ég á ekki von á að það verði árlega en ég á von á því að við fáum svona atburði með reglulegu millibili næstu 300 til 400 árin. Við erum komin inn í eldgosatímabil. Og við þekkjum eldgosasögu Reykjanesskagans, á slíkum eldgosatímabilum gýs mjög víða um skagann,“ sagði Þorvaldur. Mikil skjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Við fáum gosin í svona hrinum þar sem það geta verið fáein ár á milli gosa. Við köllum þá elda þannig þetta eru Fagradalsfjallseldar og svo höfðum við Reykjanesselda hér á þrettándu öldinni. Síðan eru áratugir oft á milli eldanna.“ Mundirðu mæla gegn því að fólk sé að koma hérna á svæðið? „Nei...“ Er hættulegt að vera hérna núna? „Já og nei, það fer eftir því hvar þú ert. Ég myndi ekki mæla með því að fólk komi hérna,“ sagði hann. „Hafa það í huga ef þú ert í undir brattri hlíð eða klettum og það verður skjálfti þá getur hrunið úr hlíðinni eða klettunum og þú getur orðið fyrir hruninu. Þannig ég myndi forðast slíka staði, frekar vera á opnum svæðum. Þó það komi skjálfti og þú hristist aðeins til þá ertu samt nokkuð öruggur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Tengdar fréttir Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. 5. júlí 2023 12:02 Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. 5. júlí 2023 09:27 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í dag allt benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos sem yrði líklega stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Kvika væri búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar en erfitt væri að segja til um magn hennar og enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs. Þorvaldur ræddi við fréttastofu í kvöld um skjálftavirknina síðasta sólarhring, yfirvofandi eldgos og eldgosatímabilið sem er hafið og stendur yfir næstu 300 til 400 árin. Skjálftarnir geti farið stækkandi Þorvaldur segir skjálftavirkni hafa aukist undanfarinn sólarhring, sérstaklega frá því í morgun, og það sé möguleiki á að skjálftarnir fari stækkandi. „Síðasta sólarhring hefur skjálftavirkni aukist verulega hérna við Fagradalsfjall, rétt norðan við Fagradalsfjall reyndar og í beinni línu út frá gígaröðinni sem gaus 2022,“ sagði Þorvaldur við fréttastofu. „Það sem hefur verið að gerast í dag, frá því í morgun, er að það hafa orðið fleiri stærri skjálftar. Tíðni stærri skjálftanna hefur aukist og þeir hafa líka stækkað þannig þeir eru farnir að nálgast stærðargráðuna fimm.“ Heldurðu að það sé von á stærri skjálftum? „Það er alveg möguleiki á því. Bæði hér og svo gæti líka reinin sem við kennum við Brennisteinsfjöll, hún gæti líka skroppið til. Hún er nú kannski þekkt fyrir að vera með sæmilega stóra skjálfta,“ sagði hann. Þeir skjálftar kæmu þá til með að finnast vel á höfuðborgarsvæðinu? „Ég reikna fastlega með því og að menn finni vel fyrir þeim skjálftum. En það góða við okkar hús og byggingar að þær eru byggðar með ákveðnum stöðlum þannig ég held við getum alveg verið örugg með að það skeður ekkert alvarlegt en kannski hristist aðeins. Allt bendi til yfirvofandi eldgoss Þorvaldur segir yfirstandandi atburðarás benda til þess að gos sé yfirvofandi. Áhrif gossins á samgöngur og mannvirki velti á staðsetningu. Metur þú það sem svo að það sé líklegra að það verði af gosi heldur en ekki? „Mér finnst allt benda til þess að það stefni í gos.“ Eldgos í Merardölum við Fagradalsfjall.Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög svipuð atburðarás og var fyrir gosið 2022. Við erum búin að vera með skjálfta í rúman dag og það er svipað því sem var fyrir það gos. Svo fjórum dögum seinna kom gosið sjálft. Þannig kannski fáum við svipaða atburðarás eða kannski kemur það fyrr,“ sagði Þorvaldur. Hvað með Suðurlandsveg og Grindavík hvað hraunrennsli varðar ef það kemur til goss? „Það fer alveg eftir því hvar gosið kemur upp,“ segir Þorvaldur. „Það er alveg möguleiki á að gosið komi upp á mjög svipuðum stað og það gerði 2021 eða 2022. Þá er það náttúrulega afmarkað af Fagradalsfjalli og það þarf að vera verulega stórt til að það komist út úr fjallaklasanum og fari að streyma niður að mannvirkjum eða öðrum innviðum.“ Ekki útilokað að hraun renni yfir Reykjanesbraut Þorvaldur segir ekki útilokað að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í gosinu í fyrra. „Skjálftavirknin núna er fyrir norðan gossprunguna frá 2022 og ef gossprungan opnast norðar þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi,“ segir hann. „Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd. En til þess að ná því þarf það að ná ákveðinni stærð, eða ákveðinni framleiðni, þannig það geti keyrt nægilega hratt þarna niður eftir.“ Væri hægt að segja til um hvort þetta mögulega gos sé af þeirri stærð með tilliti til magns kviku? „Nei, við getum nú ekki sagt neitt um það,“ sagði hann og bætti við „ég reikna nú með því að það verði svipað og fyrri gos. Af svipaðri stærðargráðu. Þannig það er ólíklegt að hraun nái niður á Reykjanesbraut en það þarf ekki mikið meira til.“ „Ef gosið tvöfaldast til dæmis þá aukast líkurnar verulega að það nái niður á Reykjanesbraut.“ Eldgosatímabil hafið Þorvaldur segir eldgosatímabil hafið og á slíkum tímabilum þá gjósi mjög reglulega. Hann mælir ekki gegn því að fólk heimsæki svæðið en betra sé að forðast kletta og brattar hlíðar vegna grjóthruns. Telurðu að þetta ástand sé mögulega komið til að vera? „Ég á ekki von á að það verði árlega en ég á von á því að við fáum svona atburði með reglulegu millibili næstu 300 til 400 árin. Við erum komin inn í eldgosatímabil. Og við þekkjum eldgosasögu Reykjanesskagans, á slíkum eldgosatímabilum gýs mjög víða um skagann,“ sagði Þorvaldur. Mikil skjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Við fáum gosin í svona hrinum þar sem það geta verið fáein ár á milli gosa. Við köllum þá elda þannig þetta eru Fagradalsfjallseldar og svo höfðum við Reykjanesselda hér á þrettándu öldinni. Síðan eru áratugir oft á milli eldanna.“ Mundirðu mæla gegn því að fólk sé að koma hérna á svæðið? „Nei...“ Er hættulegt að vera hérna núna? „Já og nei, það fer eftir því hvar þú ert. Ég myndi ekki mæla með því að fólk komi hérna,“ sagði hann. „Hafa það í huga ef þú ert í undir brattri hlíð eða klettum og það verður skjálfti þá getur hrunið úr hlíðinni eða klettunum og þú getur orðið fyrir hruninu. Þannig ég myndi forðast slíka staði, frekar vera á opnum svæðum. Þó það komi skjálfti og þú hristist aðeins til þá ertu samt nokkuð öruggur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vogar Tengdar fréttir Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. 5. júlí 2023 12:02 Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. 5. júlí 2023 09:27 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. 5. júlí 2023 12:02
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31
Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. 5. júlí 2023 09:27