„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júlí 2023 22:31 Graeme McDowell vonast til að sjá LIV-kylfinga í evrópska liðinu í Ryder-bikarnum. Octavio Passos/Getty Images Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september. Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“ Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“
Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira