Segir Prigozhin í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 08:32 Sjálfsmyndasafn Prigozhin sem rússneskir fjölmiðlar hafa birt eftir húsleit yfirvalda hjá honum. Þar sést hann með ýmis konar hárkollur og gerviskegg. Vísir Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023 Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sést hafi til Prigozhin í Pétursborg þar sem Wagner-hópurinn er með höfuðstöðvar sínar. Samkomulag sem hann gerði við stjórnvöld um að binda enda á uppreisn sína hafi falið það í sér að hann fengi að ganga frá málum sínum í borginni, að því er kemur fram hjá AP-fréttastofunni. Lúkasjenka, sem hafði milligöngu um samkomulagið, sagði fréttamönnum í dag að það væri rétt að Prigozhin væri í Pétursborg. Málaliðar hans væru í búðum sínum þar en Lúkasjenka tiltók ekki hvar þær væru. Prigozhin og málaliðar hans sölsuðu undir sig höfuðstöðvar rússneska hersins í Rostov við Don og voru komnir nokkur hundruð kílómetra frá Moskvu þegar þeir létu staðar numið 24. júní. Rússnesk stjórnvöld ætluðu að leysa málaliðahópa eins og Wagner upp um mánaðamótin. Eftir að uppreisninni lauk fengu Prigozhin og þeir sem tóku þátt í uppreisninni að fara til Hvíta-Rússlands í nokkurs konar útlegð. Rússnesk stjórnvöld féllust á að fella niður sakamál gegn þeim fyrir uppreisnina. Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit hjá Prigozhin eftir uppreisnina. Vefsíðan Fontanka hefur birt myndir og myndbönd af lúxussetri Prigozhin og persónulegum munum hans, þar á meðal hárkollusafni hans. Hún birti einnig sjálfsmyndir af Prigozhin með hárkollur og í erlendum herklæðum. Meanwhile in Russia: photos from the search of Yevgeny Prigozhin's properties are published by the media (thread) pic.twitter.com/cWawLBAUWo— Julia Davis (@JuliaDavisNews) July 5, 2023
Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20 Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. 29. júní 2023 11:20
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28