Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 10:31 Dragan Nachevski er í djúpum skít. getty/Slavko Midzor TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn. Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
Í heimildamyndinni sést Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Herra Zhang og Nachevski hittust í á EM í janúar 2020. Þar viðraði herra Zhang möguleikann á að kínverskt lið tæki þátt í SEHA-deildinni, Meistaradeild Austur-Evrópu. Samtalið tók svo aðra stefnu þegar herra Zhang fór að tala um möguleikann á að græða á veðmálum en hann kvaðst hafa góð sambönd í asíska veðmálabransanum. Herra Zhang nefndi það svo að Nachevski gæti hjálpað til við hagræðingu úrslita sem formaður dómaranefndar EHF. „Ég veit hvað þú átt við. Þetta er mjög viðkvæmt. Það er mikið rætt um veðmál og hluti sem eru í gangi. En ég ætla ekki að flækjast í þetta, herra Zhang. Þar með er ekki sagt að ég sé hræddur en þetta er áhættusamt,“ sagði Nachevski. Hann sagði jafnframt að fyrirtækið SportRadar fylgdist með málum sem þessum í handboltanum en ef hann væri yngri og aðeins að elta peningana hefði hann verið til í tuskið. Herra Zhang bað Nachevski svo að nefna einhvern sem þekkti dómarana í handboltanum. „Þetta er hættulegt, sérstaklega þessa dagana. Athyglin á þessu er mikil,“ sagði Nachevski. Hann lauk samtalinu svo á því að segja að ekkert samtal hefði átt sér stað en herra Zhang þyrfti ekki að vera hræddur. TV 2 afhenti EHF myndband af samtali herra Zhangs og Nachevskis og í kjölfarið setti EHF Norður-Makedóníumanninn í bann. Handboltadómstóll EHF er með mál hans til rannsóknar. Nachevski neitar sök en sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt því hann hafi hitt meðlim í asísku veðmálamafíunni. Í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir kom í ljós um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars sonur Nachevskis, Gjorgij. Hann var settur til hliðar líkt og faðir sinn.
Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira