Lindarhvolsskýrslan birt Jakob Bjarnar og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. júlí 2023 14:29 Lindarhvolsskýrslan er birt á vefsíðu Pírata. Grafík/Hjalti Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. Það er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem er skrifuð fyrir færslunni með skýrslunni. „Undirrituð hefur fengið skýrsluna í hendur og telur almannahagsmuni krefjast þess að hún líti loksins dagsins ljós. Hún birtist því hér með,“ segir í færslunni. „Við vorum að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda Sigurðar Þórðarsonar, eða ég það er að segja stend fyrir því, um Lindarhvolsmálið svokallaða,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm En leynd hefur hvílt yfir þessari greinargerð, hvernig kemur það til að hún sé komin í þínar hendur? „Hún hefur verið ofan í læstri skúffu í forsætisnefnd og í raun hefur það bara verið Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sem hefur staðið í vegi fyrir því að hún sé birt þvert á lögfræðiálit og þvert á vilja annarra nefndarmanna í forsætisnefnd. Ég fékk hana nú bara í hólfið mitt, þessa greinargerð og ákvað að birta hana bara.“ Þú segir mér að þú sért nýbúin að fá hana og sért að gaumgæfa hana og ennþá að lesa? „Já ég hef haft aðgang að þessari skýrslu í dágóðan tíma en undir þeim formerkjum að ég eigi að fara inn í eitthvað læst herbergi á Alþingi þar sem ég má ekki taka með mér nein skrif færi, ég má ekki afrita neitt og ég má ekki segja neinum frá því sem ég les og ég hef ekki verið tilbúin að undirgangast þannig trúnað varðandi þessa skýrslu, enda samþykki ég ekki að það gildi trúnaður um þessa skýrslu. Eins og ég segi þá liggja fyrir tvö lögfræðiálit, eða þrjú reyndar sem segja skylt að birta þessa greinargerð. Og sjálfur hefur Sigurður Þórðarson ætíð litið svo á að það eigi að birta greinargerðina enda sé hún fullunnið og opinbert gagn.“ Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Leyndinni svipt af skýrslu Sigurðar Miklum sögum hefur farið af því að í greinargerðinni sé farið yfir ámælisverð vinnubrögð Lindarhvols og að hún sanni svo ekki verður um villst að eignum almennings hafi verið komið í valdar hendur á vildarvinaverði. Mál Frigusar II á hendur Lindarhvoli og ríkinu gefur einmitt til kynna að svo hafi verið þó sýknað hafi verið í málinu en því hefur verið áfrýjað. Í það minnsta staðfestir málið trú manna á að svona hafi verið í pottinn búið. Sigurður Þórðarson sjálfur hefur bent á að sú leynd hafi tekið á sig mynd sjálfstæðs vandamáls og segi ófagra sögu um það stjórnarfar sem hér ríkir; að það einkennist af leyndarhyggju en ekki gegnsæi. Greinargerð Sigurðar hefur ekki fengist birt og hefur stjórn Lindarhvols, fjármálaráðuneytið, ríkisendurskoðandi og forsetar Alþingis barist á hæl og hnakka gegn því að efni greinargerðarinnar komi fyrir sjónir almennings. Rakst allstaðar á veggi Lindarhvoll ehf. er félag sem stofnað var innan fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar til þess að fara með tugmilljarða króna svonefndar stöðugleikaeignir sem féllu í skaut ríkisins frá slitabúum föllnu bankanna árið 2016 og sölu á þeim. Sigurði var falið að fara yfir störf félagsins sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis Sveins Arasonar þáverandi ríkisendurskoðanda sem er bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Lindarhvols. Rannsókn Sigurðar stóð yfir í tvö ár en þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, var skipaður 2018 lét hann verða eitt sitt fyrsta verk að taka skýrslugerðina úr höndum Sigurðar sem þá var á lokametrunum með athugun sína. Sigurður greip þá til þess að rita greinargerð um málið, til að upplýsa hvers hann hefði orðið áskynja en skýrslugerð hans hafði tafist vegna tregðu til upplýsingagjafar hjá stjórn Lindarhvols ehf. Sigurður segist allstaðar hafa rekist á veggi. Greinargerðina sendi hann til forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður hefur upplýst í samtali við Vísi að hann hafi talið það ígildi þess að um opinbert plagg væri að ræða, þó ekki gæti það talist í verkahring hans að koma því á framfæri. Gögnin ekki fengist birt Allar götur síðan hafa menn reynt að fá greinargerðina birta en án árangurs og hafa þingmenn tekist harkalega á um málið. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur hins vegar staðið staðfastlega gegn því þó forsætisnefnd öll sé honum ósammála þar um. Fyrir liggja margvíslegar beiðnir fjölmiðla um að fá gögnin afhent en án árangurs. Fyrir liggja lögfræðiálit sem ganga út á að birta beri greinargerðina en allt hefur komið fyrir ekki. Árið 2020 gerist það að skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda um Lindarhvol birtist. Og voru margir orðnir langeygir eftir því. En þá bregður svo við að Skúli Eggert sér fátt eitt athugavert við starfsemi Lindarhvols, þvert á móti hafi hún verið með ágætum. Skúli Eggert varaði við því í bréfi til forseta Alþingis árið 2020 að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu ef greinargerð Sigurðar yrði gerð opinber. Hún innihéldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu auk bótaskyldunnar skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Telur sig hafa mátt sæta ávirðingum „Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis,“ ritar Sigurður í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar þessa. Hann sagði í samtali við Vísi að hann kannaðist hreinlega ekki við skýrslu Skúla, þrátt fyrir að hafa rannsakað þetta sama mál í tvö ár; svo ólík væri hún athugunum hans. En þeir sem komu að málinu gáfu ekki þumlung eftir. Núverandi ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason setti fram afgerandi afstöðu til málsins í viðtali á Vísi og reyndar hundskammaði þá sem vildu fá greinargerð Sigurðar gerða opinbera. Um væri að ræða vinnuskjal, drög sem aldrei komst á það stig vinnslu að það lyti verkferlum sem málsmeðferð Ríkisendurskoðunar grundvallist á. Sigurður sjálfur gaf hins vegar lítið fyrir þá skoðun Guðmundar Björgvins í samtali við Vísi og setti reyndar stórt spurningarmerki við alla hans aðkomu. Kaupverði breytt virðismat ekki gert Í skýrslunni er meðal annars fjallað um sölu eignarhluta í Klakka ehf. Virðismat hafi ekki farið fram á eign ríkisins söluna og ríkið hafi aðeins verið um helmingur af raunverulegu virði. Fjallað er um hvernig kaupverð Vörukaupa hf hafi verið lækkað um 20 milljónir, úr 151 milljón í 131 vegna minnisblaðs sem unnið var af Deloitte fyrir kaupandann, félagið Xyzeta. Þá er fjallað um að Lindarhvoll hafi tapað á sölu bréfa í Símanum. Tapið hafi numið 24 milljón krónum. Einnig er fjallað um framkvæmd á samningi við fjármálaráðuneytið um stöðugleikaframlög vegna afléttingar gjaldeyrishafta. Skort hafi á upplýsingagjöf frá Lindarhvoli, slitabúum föllnu bankanna og Seðlabankanum. Tengd skjöl Greinargerd-rikisendurskodandaPDF11.3MBSækja skjal Greinargerd-rikisendurskodanda_leitanlegPDF18.6MBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Píratar Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
Það er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem er skrifuð fyrir færslunni með skýrslunni. „Undirrituð hefur fengið skýrsluna í hendur og telur almannahagsmuni krefjast þess að hún líti loksins dagsins ljós. Hún birtist því hér með,“ segir í færslunni. „Við vorum að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda Sigurðar Þórðarsonar, eða ég það er að segja stend fyrir því, um Lindarhvolsmálið svokallaða,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm En leynd hefur hvílt yfir þessari greinargerð, hvernig kemur það til að hún sé komin í þínar hendur? „Hún hefur verið ofan í læstri skúffu í forsætisnefnd og í raun hefur það bara verið Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sem hefur staðið í vegi fyrir því að hún sé birt þvert á lögfræðiálit og þvert á vilja annarra nefndarmanna í forsætisnefnd. Ég fékk hana nú bara í hólfið mitt, þessa greinargerð og ákvað að birta hana bara.“ Þú segir mér að þú sért nýbúin að fá hana og sért að gaumgæfa hana og ennþá að lesa? „Já ég hef haft aðgang að þessari skýrslu í dágóðan tíma en undir þeim formerkjum að ég eigi að fara inn í eitthvað læst herbergi á Alþingi þar sem ég má ekki taka með mér nein skrif færi, ég má ekki afrita neitt og ég má ekki segja neinum frá því sem ég les og ég hef ekki verið tilbúin að undirgangast þannig trúnað varðandi þessa skýrslu, enda samþykki ég ekki að það gildi trúnaður um þessa skýrslu. Eins og ég segi þá liggja fyrir tvö lögfræðiálit, eða þrjú reyndar sem segja skylt að birta þessa greinargerð. Og sjálfur hefur Sigurður Þórðarson ætíð litið svo á að það eigi að birta greinargerðina enda sé hún fullunnið og opinbert gagn.“ Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Leyndinni svipt af skýrslu Sigurðar Miklum sögum hefur farið af því að í greinargerðinni sé farið yfir ámælisverð vinnubrögð Lindarhvols og að hún sanni svo ekki verður um villst að eignum almennings hafi verið komið í valdar hendur á vildarvinaverði. Mál Frigusar II á hendur Lindarhvoli og ríkinu gefur einmitt til kynna að svo hafi verið þó sýknað hafi verið í málinu en því hefur verið áfrýjað. Í það minnsta staðfestir málið trú manna á að svona hafi verið í pottinn búið. Sigurður Þórðarson sjálfur hefur bent á að sú leynd hafi tekið á sig mynd sjálfstæðs vandamáls og segi ófagra sögu um það stjórnarfar sem hér ríkir; að það einkennist af leyndarhyggju en ekki gegnsæi. Greinargerð Sigurðar hefur ekki fengist birt og hefur stjórn Lindarhvols, fjármálaráðuneytið, ríkisendurskoðandi og forsetar Alþingis barist á hæl og hnakka gegn því að efni greinargerðarinnar komi fyrir sjónir almennings. Rakst allstaðar á veggi Lindarhvoll ehf. er félag sem stofnað var innan fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar til þess að fara með tugmilljarða króna svonefndar stöðugleikaeignir sem féllu í skaut ríkisins frá slitabúum föllnu bankanna árið 2016 og sölu á þeim. Sigurði var falið að fara yfir störf félagsins sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis Sveins Arasonar þáverandi ríkisendurskoðanda sem er bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Lindarhvols. Rannsókn Sigurðar stóð yfir í tvö ár en þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, var skipaður 2018 lét hann verða eitt sitt fyrsta verk að taka skýrslugerðina úr höndum Sigurðar sem þá var á lokametrunum með athugun sína. Sigurður greip þá til þess að rita greinargerð um málið, til að upplýsa hvers hann hefði orðið áskynja en skýrslugerð hans hafði tafist vegna tregðu til upplýsingagjafar hjá stjórn Lindarhvols ehf. Sigurður segist allstaðar hafa rekist á veggi. Greinargerðina sendi hann til forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður hefur upplýst í samtali við Vísi að hann hafi talið það ígildi þess að um opinbert plagg væri að ræða, þó ekki gæti það talist í verkahring hans að koma því á framfæri. Gögnin ekki fengist birt Allar götur síðan hafa menn reynt að fá greinargerðina birta en án árangurs og hafa þingmenn tekist harkalega á um málið. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur hins vegar staðið staðfastlega gegn því þó forsætisnefnd öll sé honum ósammála þar um. Fyrir liggja margvíslegar beiðnir fjölmiðla um að fá gögnin afhent en án árangurs. Fyrir liggja lögfræðiálit sem ganga út á að birta beri greinargerðina en allt hefur komið fyrir ekki. Árið 2020 gerist það að skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda um Lindarhvol birtist. Og voru margir orðnir langeygir eftir því. En þá bregður svo við að Skúli Eggert sér fátt eitt athugavert við starfsemi Lindarhvols, þvert á móti hafi hún verið með ágætum. Skúli Eggert varaði við því í bréfi til forseta Alþingis árið 2020 að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu ef greinargerð Sigurðar yrði gerð opinber. Hún innihéldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu auk bótaskyldunnar skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Telur sig hafa mátt sæta ávirðingum „Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis,“ ritar Sigurður í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í kjölfar þessa. Hann sagði í samtali við Vísi að hann kannaðist hreinlega ekki við skýrslu Skúla, þrátt fyrir að hafa rannsakað þetta sama mál í tvö ár; svo ólík væri hún athugunum hans. En þeir sem komu að málinu gáfu ekki þumlung eftir. Núverandi ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason setti fram afgerandi afstöðu til málsins í viðtali á Vísi og reyndar hundskammaði þá sem vildu fá greinargerð Sigurðar gerða opinbera. Um væri að ræða vinnuskjal, drög sem aldrei komst á það stig vinnslu að það lyti verkferlum sem málsmeðferð Ríkisendurskoðunar grundvallist á. Sigurður sjálfur gaf hins vegar lítið fyrir þá skoðun Guðmundar Björgvins í samtali við Vísi og setti reyndar stórt spurningarmerki við alla hans aðkomu. Kaupverði breytt virðismat ekki gert Í skýrslunni er meðal annars fjallað um sölu eignarhluta í Klakka ehf. Virðismat hafi ekki farið fram á eign ríkisins söluna og ríkið hafi aðeins verið um helmingur af raunverulegu virði. Fjallað er um hvernig kaupverð Vörukaupa hf hafi verið lækkað um 20 milljónir, úr 151 milljón í 131 vegna minnisblaðs sem unnið var af Deloitte fyrir kaupandann, félagið Xyzeta. Þá er fjallað um að Lindarhvoll hafi tapað á sölu bréfa í Símanum. Tapið hafi numið 24 milljón krónum. Einnig er fjallað um framkvæmd á samningi við fjármálaráðuneytið um stöðugleikaframlög vegna afléttingar gjaldeyrishafta. Skort hafi á upplýsingagjöf frá Lindarhvoli, slitabúum föllnu bankanna og Seðlabankanum. Tengd skjöl Greinargerd-rikisendurskodandaPDF11.3MBSækja skjal Greinargerd-rikisendurskodanda_leitanlegPDF18.6MBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Píratar Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira