Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júlí 2023 21:01 Thea Imani Sturludóttir getur ekki beðið eftir heimsmeistaramótinu í vetur. Vísir/Dúi Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið. Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Scandinavium-höllinni í Svíþjóð í dag. Mótið hefst í lok nóvember og fer fram í Danmörku og Noregi, auk Svíþjóðar. Ísland dróst í riðil með silfurhöfum síðasta móts frá Frakklandi, sterku liði Slóveníu og Afríkumeisturum Angóla. Riðillinn verður leikinn í Stafangri í Noregi. Thea segir spenningin yfirgnæfa skoðanir á stökum andstæðingum á mótinu. „Þetta hefði getað dregist á aðeins léttari hátt fyrir okkur en við tökum bara því sem við fengum. Við erum spenntar fyrir þessu. Við bjuggumst ekki við þessu móti, þetta er algjör bónus og heppnin með okkur,“ segir Thea en Ísland fékk boðssæti á mótinu fyrr í vikunni en stelpurnar okkar voru á meðal liða sem náðu bestum árangri í undankeppni Evrópu sem ekki komust beint á mótið. Samverustund á Snapchat Thea segist þá hafa getað fylgst með drættinum með öðru auganu á meðan hún sinnti vinnu í dag, en drátturinn hófst klukkan 13:30. Landsliðskonurnar fóru þá vel yfir málin á samfélagsmiðlinum Snapchat á meðan drættinum stóð. „Ég var með kveikt á þessu í vinnuni og kíkti á þetta. Það var spennandi að sjá þegar dregið var í riðlana og við stelpurnar vorum með Snapchat-hópinn í gangi og vorum að spjalla um þetta. Þannig að þetta var skemmtilegt.“ Á bleiku skýi Hún kveðst þá vart hafa getað hætt að brosa síðan tilkynnt var um sæti Íslands á mótinu í vikunni. „Ég var einmitt í fríi í útlöndum og ég var allan daginn bara á einhverju skýi, í gleðivímu. Þetta var ótrúlega góð tilfinning að loksins komast inn á mót. Við erum lengi búnar að vera hársbreidd frá því og kannski aðeins óheppnar í þessu. Þannig að það var geggjað að fá smá lukku.“ Strax kominn fiðringur í fingurna Thea meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hún varð Íslandsmeistari með Val í Vestmannaeyjum. Hún er enn að jafna sig á þeim meiðslum en kveðst ekki geta beðið eftir að snúa aftur á handboltavöllinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta byrjar í lok nóvember og maður er strax kominn með titring í puttana, nýkomin í sumarfrí, að byrja að æfa aftur. Ég held ég þurfi að fara gætilega í æfingar í sumar,“ segir Thea í ljósi meiðslanna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira