Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Kristinn Haukur Guðnason og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. júlí 2023 21:01 Birgir vildi ekki að greinargerðin birtist en segist ekki taka afstöðu til efnis hennar. Steingrímur Dúi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. „Það er atriði sem er mér og þinginu ekki viðkomandi og verður að hafa sinn gang,“ segir Birgir aðspurður um bréf Sigurðar, setts ríkisendurskoðanda í málinu, til ríkissaksóknara. En Sigurður vill að saksóknari rannsaki Lindarhvol. Birgir, sem hefur lagst gegn birtingunni, segir að Sigurður verði sjálfur að svara fyrir það. „Ég get ekki verið að geta í einhverjar eyður um það,“ segir hann. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, birti greinargerðina á vefsíðu flokksins í dag. Hún sagðist hafa fengið hana senda í tölvupósti. Miðflokkurinn hefur óskað eftir því að þing komi saman úr sumarfríi til þess að fjalla um innihald hennar. Birgir gerir ekki ráð fyrir því að það gangi eftir. „Til þess að kalla þing saman á miðju sumri þá þarf að koma til bréf frá forseta Íslands sem annað hvort byggir á ósk frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar eða frá meirihluta þingmanna,“ segir hann. „Ég geri ekki ráð fyrir því að það sé neitt tilefni til þess.“ Atriðin komið fram áður Birgir segist gera ráð fyrir að öll þau atriði sem vikið er að í greinargerðinni hafi á einhverjum tímapunkti komið fram í opinberri umræðu áður. „Mér sýnist í fljótu bragði þau gagnrýnisatriði sem Sigurður Þórðarson setti fram á sínum tíma hafi komið fram í fjölmiðlaumfjöllun á undanförnum fimm árum,“ segir Birgir. Hann á ekki von á því að birtingin breyti neinu hvað varðar umræðu þingsins um Lindarhvolsmálið. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindarhvols frá vorinu 2020 er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ég geri ráð fyrir því að hún haldi þeirri vinnu áfram,“ segir Birgir. „Ég á ekki von á því að birting greinargerðarinnar núna muni hafa nein sérstök áhrif á þá málsmeðferð vegna þess að menn í nefndinni hafa fram að þessu átt þess kost að kynna sér innihald þessa plaggs.“ Það verði hins vegar að koma í ljós hvaða stefnu vinna nefndarinnar tekur. Hvað birtinguna sjálfa varðar segir Birgir að það gildi ákveðnar reglur um þau trúnaðarskjöl sem þinginu berst. Það sé ekki í valdi einstakra nefndarmanna að ákveða opinbera birtingu jafn vel þó þeir hafi fengið gögnin með öðrum leiðum, svo sem í tölvupósti. Tekur ekki afstöðu til efnisins Aðspurður um afleiðingar segir Birgir að það eigi eftir að ræða það innanhúss á þinginu. „Ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og svo þurfum við að ræða þetta í forsætisnefnd, hvaða afleiðingar þetta hefur. En mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir hann. Hvað má ekki sjást? „Ég hef aldrei tekið neina efnislega afstöðu til þess,“ segir Birgir. „Þetta hefur verið deilumál frá árinu 2018 hvort þessi greinargerð eigi að vera opinber eða ekki. Lögin um ríkisendurskoðanda gera ráð fyrir því að ríkisendurskoðandi hafi síðasta orðið um það hvort að gögn sem unnin eru á meðan vinnslu einstakra mála stendur verði birt eða ekki. Í þessu máli liggur fyrir skýr afstaða ríkisendurskoðanda. Hann hefur lagst gegn birtingunni. Mér hefur ekki þótt tilefni til þess að ganga gegn þeirri skýru afstöðu ríkisendurskoðanda.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9. júní 2023 07:01 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
„Það er atriði sem er mér og þinginu ekki viðkomandi og verður að hafa sinn gang,“ segir Birgir aðspurður um bréf Sigurðar, setts ríkisendurskoðanda í málinu, til ríkissaksóknara. En Sigurður vill að saksóknari rannsaki Lindarhvol. Birgir, sem hefur lagst gegn birtingunni, segir að Sigurður verði sjálfur að svara fyrir það. „Ég get ekki verið að geta í einhverjar eyður um það,“ segir hann. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, birti greinargerðina á vefsíðu flokksins í dag. Hún sagðist hafa fengið hana senda í tölvupósti. Miðflokkurinn hefur óskað eftir því að þing komi saman úr sumarfríi til þess að fjalla um innihald hennar. Birgir gerir ekki ráð fyrir því að það gangi eftir. „Til þess að kalla þing saman á miðju sumri þá þarf að koma til bréf frá forseta Íslands sem annað hvort byggir á ósk frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar eða frá meirihluta þingmanna,“ segir hann. „Ég geri ekki ráð fyrir því að það sé neitt tilefni til þess.“ Atriðin komið fram áður Birgir segist gera ráð fyrir að öll þau atriði sem vikið er að í greinargerðinni hafi á einhverjum tímapunkti komið fram í opinberri umræðu áður. „Mér sýnist í fljótu bragði þau gagnrýnisatriði sem Sigurður Þórðarson setti fram á sínum tíma hafi komið fram í fjölmiðlaumfjöllun á undanförnum fimm árum,“ segir Birgir. Hann á ekki von á því að birtingin breyti neinu hvað varðar umræðu þingsins um Lindarhvolsmálið. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Lindarhvols frá vorinu 2020 er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ég geri ráð fyrir því að hún haldi þeirri vinnu áfram,“ segir Birgir. „Ég á ekki von á því að birting greinargerðarinnar núna muni hafa nein sérstök áhrif á þá málsmeðferð vegna þess að menn í nefndinni hafa fram að þessu átt þess kost að kynna sér innihald þessa plaggs.“ Það verði hins vegar að koma í ljós hvaða stefnu vinna nefndarinnar tekur. Hvað birtinguna sjálfa varðar segir Birgir að það gildi ákveðnar reglur um þau trúnaðarskjöl sem þinginu berst. Það sé ekki í valdi einstakra nefndarmanna að ákveða opinbera birtingu jafn vel þó þeir hafi fengið gögnin með öðrum leiðum, svo sem í tölvupósti. Tekur ekki afstöðu til efnisins Aðspurður um afleiðingar segir Birgir að það eigi eftir að ræða það innanhúss á þinginu. „Ég þarf að ráðfæra mig við embættismenn þingsins og svo þurfum við að ræða þetta í forsætisnefnd, hvaða afleiðingar þetta hefur. En mér sýnist að staðan sé sú að þetta sé ekki í samræmi við reglur þingsins um meðferð trúnaðarupplýsinga,“ segir hann. Hvað má ekki sjást? „Ég hef aldrei tekið neina efnislega afstöðu til þess,“ segir Birgir. „Þetta hefur verið deilumál frá árinu 2018 hvort þessi greinargerð eigi að vera opinber eða ekki. Lögin um ríkisendurskoðanda gera ráð fyrir því að ríkisendurskoðandi hafi síðasta orðið um það hvort að gögn sem unnin eru á meðan vinnslu einstakra mála stendur verði birt eða ekki. Í þessu máli liggur fyrir skýr afstaða ríkisendurskoðanda. Hann hefur lagst gegn birtingunni. Mér hefur ekki þótt tilefni til þess að ganga gegn þeirri skýru afstöðu ríkisendurskoðanda.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9. júní 2023 07:01 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9. júní 2023 07:01