Mál málanna á mannamáli Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 13:09 Bjarni Benediktsson kom Lindarhvoli á fót, Sigurður Þórðarson skrifaði heillanga greinargerð um félagið, sem Birgir Ármannsson neitaði að birta. Vísir/Hjalti Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Óánægja með ferlið frá upphafi Fljótlega eftir stofnun Lindarhvols fór að bera á því að óánægjuraddir heyrðust vegna söluferlis eigna ríkisins. Háværust var umræðan um söluna á Klakka ehf., sem átti meðal annars lánafyrirtækið Lýsingu. Forsvarsmenn félagsins Frigusar II, sem reynt höfðu að kaupa Klakka af Lindarhvoli töldu að siðareglur Lindarhvols hafi verið þverbrotnar þegar Klakki var seldur BLM fjárfestingum árið 2016. Félagið krafðist 605 milljóna króna í skaðabætur úr hendi ríkisins vegna málsins en loks í mars þessa árs var ríkið sýknað af öllum kröfum Frigusar. Félagið hefur þegar áfrýjað dómnum. Vann í tvö ár að skýrslu sem endaði sem greinargerð Árið 2016 var Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, settur ríkisendurskoðandi til þess að vinna skýrslu um starfsemi Lindarhvols. Það var gert vegna þess að þáverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, er bróðir Þórhalls Arasonar, sem var stjórnarformaður Lindarhvols. Sigurðar beið ærið verkefni og hann hefur lýst því í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að nálgast upplýsingar. Hann hafi víða gengið á vegg þrátt fyrir að vera settur ríkisendurskoðandi. Þá gerðist það árið 2018 að Skúli Eggert Þórðarson tók við embætti ríkisendurskoðanda af Sveini. Þegar þar var komið við sögu hafði Sigurður ekki enn lokið við gerð skýrslu sinnar og hann náði aldrei að klára hana þar sem ekki var lengur nauðsyn fyrir settum ríkisendurskoðanda. Sigurður hafði hins vegar skilað greinargerð til þáverandei forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann gerir grein fyrir því hvað rannsókn hans hafði leitt í ljós. Nýr ríkisendurskoðandi taldi starfsemina með besta móti Skúli Eggert Þórðarson þáverandi ríkisendurskoðandi tók við skýrslugerð um Lindarhvol árið 2018 og árið 2020 leit hún loksins dagsins ljós. Í henni hrósaði Skúli Eggert starfsemi Lindarhvols og sér ekkert bogið við það hvernig staðið var að málum. „Lindarhvoll ehf. setti sér viðamiklar reglur um starfsemi sína sem og metnaðarfull markmið um ráðstöfun eigna á starfstíma sínum. Að mati Ríkisendurskoðunar voru reglurnar skýrar og starfsemi Lindarhvols ehf. í samræmi við sett markmið. Á starfstíma Lindarhvols ehf. tókst að uppfylla framangreind markmið um hámörkun verðmætis eigna á sem skemmstum tíma,“ segir þar. Í aðalmeðferð í máli Frigusar á hendur ríkinu vegna Klakka kom fram að greinargerð Sigurðar og skýrsla Skúla Eggerts væru eins og svart og hvítt. „Ég hef aldrei skrifað skýrslu sem líktist neinu í því,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi á sínum tíma. Þangað til gær var greinargerð Sigurðar aðeins aðgengileg útvöldum þingmönnum. Birgir sat sem fastast á greinargerðinni Eftir að Sigurður afhenti Steingrími J. Sigfússyni greinargerð sína ákvað Steingrímur að stinga henni undir stól þar sem í henni væru hlutir sem ættu leynt að fara. Þetta taldi Sigurður alveg ótækt og sagði að hann teldi greinargerðina vera opinbert gagn sem ætti ríkt erindi við almenning. Fjölmiðlar hafa tekið undir þessi sjónarmið Sigurðar og ítrekað óskað eftir því að greinargerðin fengist afhent. Þessu hafa þó ansi margir verið ósammála. Til að mynda húðskammaði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi þá sem reynt hafa að kreista greinargerðina út, í samtali við Vísi fyrir skömmu. Hann sagði til að mynda að það stangaðist hreinlega á við lög að birta greinargerð Sigurðar og að hún væri vinnuskjal og því trúnaðargagn. Þá hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess að koma í veg fyrir að greinargerðin yrði birt. Meirihluti forsætisnefndar samþykkti að birta greinargerðina, að fengnu lögfræðiáliti þess efnis að ekkert stæði birtingu hennar í vegi. Í febrúar þessa árs saumuðu Alþingismenn rækilega að Birgi á þingi og kröfðust þess að hann afhenti greinargerðina. „Sá leyndarhjúpur sem hefur verið sveipaður um ráðstöfun stöðugleikaeigna og starfsemi Lindarhvols ehf. er eiginlega að verða að sjálfstæðu ímyndarvandamáli fyrir Alþingi,“ kom meðal annars fram í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann hefur beitt sér verulega fyrir því að fá greinargerðina birta. Birgir neitaði samt sem áður að birta greinargerðina og sat sem fastast á henni þar til þingmaður stjórnarandstöðunnar tók til eigin ráða. Tók málin í eigin hendur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina upp á eigin spýtur. Hana hafði hún fengið afhenta í pósthólf sitt á pappírsformi án nokkurrar upplýsinga um að hún gæti verið undirorpin trúnaði. Í samskiptum við Vísi segir hún að hún hafi skannað skjalið inn á tölvutækt form um leið og hún fékk það í sínar hendur og birt opinberlega. Birgir telur líklegt að hún hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. Nú þegar leyndarhúpnum hefur loksins verið svipt af greinargerð Sigurðar má lesa úr henni að hann hafi fundið eitt og annað í starfsemi Lindarhvols, sem betur hefði mátt fara. Til að mynda gagnrýnir hann að einn maður, Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður, hafi sinnt of mörgum hlutverkum í stjórnskipulagi Lindarhvols, en hann sá um daglega framkvæmdastjórn, var ritari stjórnar félagsins, sat í stjórnum fjölda félaga í umsjá Lindarhvols og svo mætti lengi telja. Þá gagnrýnir Sigurður að ekkert lágmarksverð hafi verið sett fyrir eignir sem Lindarhvolur seldi, og ríkissjóður hafi þar með orðið af fjármunum. Gagnrýni Sigurðar er margþætt og greinargerð hans má nálgast í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að Þórhildur Sunna hafi fengið greinargerðina afhenta vegna sætis hennar í forsætisnefnd. Það er rangt og hefur verið leiðrétt eftir ábendingu þess efnis frá Þórhildi Sunnu. Tengd skjöl Greinargerd-rikisendurskodanda_leitanlegPDF18.6MBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Fréttaskýringar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9. júní 2023 07:01 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Sjá meira
Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Óánægja með ferlið frá upphafi Fljótlega eftir stofnun Lindarhvols fór að bera á því að óánægjuraddir heyrðust vegna söluferlis eigna ríkisins. Háværust var umræðan um söluna á Klakka ehf., sem átti meðal annars lánafyrirtækið Lýsingu. Forsvarsmenn félagsins Frigusar II, sem reynt höfðu að kaupa Klakka af Lindarhvoli töldu að siðareglur Lindarhvols hafi verið þverbrotnar þegar Klakki var seldur BLM fjárfestingum árið 2016. Félagið krafðist 605 milljóna króna í skaðabætur úr hendi ríkisins vegna málsins en loks í mars þessa árs var ríkið sýknað af öllum kröfum Frigusar. Félagið hefur þegar áfrýjað dómnum. Vann í tvö ár að skýrslu sem endaði sem greinargerð Árið 2016 var Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, settur ríkisendurskoðandi til þess að vinna skýrslu um starfsemi Lindarhvols. Það var gert vegna þess að þáverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, er bróðir Þórhalls Arasonar, sem var stjórnarformaður Lindarhvols. Sigurðar beið ærið verkefni og hann hefur lýst því í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að nálgast upplýsingar. Hann hafi víða gengið á vegg þrátt fyrir að vera settur ríkisendurskoðandi. Þá gerðist það árið 2018 að Skúli Eggert Þórðarson tók við embætti ríkisendurskoðanda af Sveini. Þegar þar var komið við sögu hafði Sigurður ekki enn lokið við gerð skýrslu sinnar og hann náði aldrei að klára hana þar sem ekki var lengur nauðsyn fyrir settum ríkisendurskoðanda. Sigurður hafði hins vegar skilað greinargerð til þáverandei forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann gerir grein fyrir því hvað rannsókn hans hafði leitt í ljós. Nýr ríkisendurskoðandi taldi starfsemina með besta móti Skúli Eggert Þórðarson þáverandi ríkisendurskoðandi tók við skýrslugerð um Lindarhvol árið 2018 og árið 2020 leit hún loksins dagsins ljós. Í henni hrósaði Skúli Eggert starfsemi Lindarhvols og sér ekkert bogið við það hvernig staðið var að málum. „Lindarhvoll ehf. setti sér viðamiklar reglur um starfsemi sína sem og metnaðarfull markmið um ráðstöfun eigna á starfstíma sínum. Að mati Ríkisendurskoðunar voru reglurnar skýrar og starfsemi Lindarhvols ehf. í samræmi við sett markmið. Á starfstíma Lindarhvols ehf. tókst að uppfylla framangreind markmið um hámörkun verðmætis eigna á sem skemmstum tíma,“ segir þar. Í aðalmeðferð í máli Frigusar á hendur ríkinu vegna Klakka kom fram að greinargerð Sigurðar og skýrsla Skúla Eggerts væru eins og svart og hvítt. „Ég hef aldrei skrifað skýrslu sem líktist neinu í því,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi á sínum tíma. Þangað til gær var greinargerð Sigurðar aðeins aðgengileg útvöldum þingmönnum. Birgir sat sem fastast á greinargerðinni Eftir að Sigurður afhenti Steingrími J. Sigfússyni greinargerð sína ákvað Steingrímur að stinga henni undir stól þar sem í henni væru hlutir sem ættu leynt að fara. Þetta taldi Sigurður alveg ótækt og sagði að hann teldi greinargerðina vera opinbert gagn sem ætti ríkt erindi við almenning. Fjölmiðlar hafa tekið undir þessi sjónarmið Sigurðar og ítrekað óskað eftir því að greinargerðin fengist afhent. Þessu hafa þó ansi margir verið ósammála. Til að mynda húðskammaði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi þá sem reynt hafa að kreista greinargerðina út, í samtali við Vísi fyrir skömmu. Hann sagði til að mynda að það stangaðist hreinlega á við lög að birta greinargerð Sigurðar og að hún væri vinnuskjal og því trúnaðargagn. Þá hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess að koma í veg fyrir að greinargerðin yrði birt. Meirihluti forsætisnefndar samþykkti að birta greinargerðina, að fengnu lögfræðiáliti þess efnis að ekkert stæði birtingu hennar í vegi. Í febrúar þessa árs saumuðu Alþingismenn rækilega að Birgi á þingi og kröfðust þess að hann afhenti greinargerðina. „Sá leyndarhjúpur sem hefur verið sveipaður um ráðstöfun stöðugleikaeigna og starfsemi Lindarhvols ehf. er eiginlega að verða að sjálfstæðu ímyndarvandamáli fyrir Alþingi,“ kom meðal annars fram í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann hefur beitt sér verulega fyrir því að fá greinargerðina birta. Birgir neitaði samt sem áður að birta greinargerðina og sat sem fastast á henni þar til þingmaður stjórnarandstöðunnar tók til eigin ráða. Tók málin í eigin hendur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata ákvað síðan í dag að birta greinargerðina upp á eigin spýtur. Hana hafði hún fengið afhenta í pósthólf sitt á pappírsformi án nokkurrar upplýsinga um að hún gæti verið undirorpin trúnaði. Í samskiptum við Vísi segir hún að hún hafi skannað skjalið inn á tölvutækt form um leið og hún fékk það í sínar hendur og birt opinberlega. Birgir telur líklegt að hún hafi brotið trúnað með að birta greinargerðina opinberlega. Nú þegar leyndarhúpnum hefur loksins verið svipt af greinargerð Sigurðar má lesa úr henni að hann hafi fundið eitt og annað í starfsemi Lindarhvols, sem betur hefði mátt fara. Til að mynda gagnrýnir hann að einn maður, Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður, hafi sinnt of mörgum hlutverkum í stjórnskipulagi Lindarhvols, en hann sá um daglega framkvæmdastjórn, var ritari stjórnar félagsins, sat í stjórnum fjölda félaga í umsjá Lindarhvols og svo mætti lengi telja. Þá gagnrýnir Sigurður að ekkert lágmarksverð hafi verið sett fyrir eignir sem Lindarhvolur seldi, og ríkissjóður hafi þar með orðið af fjármunum. Gagnrýni Sigurðar er margþætt og greinargerð hans má nálgast í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að Þórhildur Sunna hafi fengið greinargerðina afhenta vegna sætis hennar í forsætisnefnd. Það er rangt og hefur verið leiðrétt eftir ábendingu þess efnis frá Þórhildi Sunnu. Tengd skjöl Greinargerd-rikisendurskodanda_leitanlegPDF18.6MBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Fréttaskýringar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9. júní 2023 07:01 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Sjá meira
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36
Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29
Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9. júní 2023 07:01
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01