Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 12:19 Stjórnvöld vestanhafs hafa legið yfir ákvörðuninni í nokkurn tíma. Getty/Sean Rayford Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Klasasprengjur springa í loftinu og dreifa minni sprengjum á stóru svæði. Notkun þeirra þykir ómannúðleg og hafa yfir 120 ríki undirritað sáttmála um bann gegn notkun sprengjanna, þeirra á meðal öll ríki Atlantshafsbandalagsins utan átta. Bandaríkjamenn, Úkraínumenn og Rússar eru ekki aðilar að sáttmálanum en Rússar eru sagðir hafa notað klasasprengjur í miklum mæli á vígvellinum í Úkraínu. Fyrir utan það að þykja ómannúðleg þá hefur notkun sprengjanna verið gagnrýnd sökum þess hversu óhnitmiðaðar þær eru en það er vel þekkt að minni sprengjurnar springi ekki og skapi þá hættu fyrir alla þá sem fara um svæðið eftir á. Bandaríkjaþing hefur bannað notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki samstundis. Matið fyrir þá tegund sem til stendur að senda Úkraínumönnum, M864, var 6 prósent fyrir um tveimur áratugum síðan en er núna sagt 2,35 prósent. Á meðan ekkert undanþáguákvæði er að finna í lögunum sem bannar notkun klasasprengja þar sem meira en 1 prósent minni sprengjanna springa ekki, mun Biden grundvalla ákvörðun sína á ákvæði laga um aðstoð við erlend ríki, þar sem segir að forsetinn geti samþykkt aðstoð til handa öðru ríki jafnvel þótt hún stríði gegn ákvæðum laga, svo lengi sem þjóðaröryggi Bandaríkjanna liggur við. Umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira