„Á ekki von á að kalla saman þing“ Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 7. júlí 2023 11:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekar þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að endurskoða fyrirkomulagið hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29