Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Fjármálaráðherra segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi fyrir þingið. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en að hans mati vilja þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir.

Þá verður fjallað um kaup danska stórfyrirtækisins Coloplast á ísfirska fyrirtækinu Kerecis. Coloplast kaupir allt hlutabréf í Kerecis fyrir 180 milljarða íslenskra króna, sem rennur að miklu til hluthafa sem starfa fyrir fyrirtækið á Ísafirði.

Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×