Stefni allt í að gjósi á milli Fagradalsfjalls og Keilis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 13:57 Keilir og svæðið í kring úr lofti. Þar er líklegast að byrji nú að gjósa. Vísir/RAX Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan hófst á Reykjanesi þann 4. júlí og innflæði kviku er tvöfalt hraðari en í fyrra. Í tilkynningunni segir að komi gosið upp á þessu svæði og afl gossins verði svipað því sem var í gosinu í fyrra og eiginleikar kvikunnar svipaðir þá sé líklegast að hraunflæðið fylgi rennslileiðum á korti sem má sjá hér að neðan. „Því sunnar sem gosprungan er því meiri líkur eru á því að hraunið flæði yfir gígana og hraunið frá 2022 og niður í Meradali,“ segir í tilkynningunni. „Ef hún opnast miðja vegu þarna á milli, er líklegast að hraunið renni til austurs í átt að Núpshlíðarhálsi. Því nær Keili sem gosprungan þá aukast líkurnar á því að hraun flæði til norðurs og niður eftir hlíðum Þráinskjaldar.“ Innflæði kviku tvöfalt hraðar en í fyrra Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að um 7000 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst á Reykjanesskaga þann 4.júlí síðastliðin. Hrinan er vegna nýs kvikuinnskots á mili Fagradalsfjalls og Keilis. „Þrátt fyrir minnkandi skjálftavirkni bendir aflögun sem mæld er með GPS og InSAR eindregið til þess að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir í tilkynningunni. Gliðnun er eftir um 2.8 kílómetra línu á milli Fagradalsfjalls og Keilis með miðju rétt norðan við litla Hrút sem er í mjög góðu samræmi við það sem skjálftavirkni hefur sýnt, að sögn Veðurstofunnar. Mælingar sýna einnig að innflæði kviku er næstum tvöfalt hraðar en í aðdraganda gossins í ágúst 2022, en heildarrúmmál kviku sem komið hefur upp í efri hluta skorpunnar er svipað eða um 12 milljón rúmmetrar. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í tilkynningunni segir að komi gosið upp á þessu svæði og afl gossins verði svipað því sem var í gosinu í fyrra og eiginleikar kvikunnar svipaðir þá sé líklegast að hraunflæðið fylgi rennslileiðum á korti sem má sjá hér að neðan. „Því sunnar sem gosprungan er því meiri líkur eru á því að hraunið flæði yfir gígana og hraunið frá 2022 og niður í Meradali,“ segir í tilkynningunni. „Ef hún opnast miðja vegu þarna á milli, er líklegast að hraunið renni til austurs í átt að Núpshlíðarhálsi. Því nær Keili sem gosprungan þá aukast líkurnar á því að hraun flæði til norðurs og niður eftir hlíðum Þráinskjaldar.“ Innflæði kviku tvöfalt hraðar en í fyrra Í tilkynningu Veðurstofunnar kemur fram að um 7000 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst á Reykjanesskaga þann 4.júlí síðastliðin. Hrinan er vegna nýs kvikuinnskots á mili Fagradalsfjalls og Keilis. „Þrátt fyrir minnkandi skjálftavirkni bendir aflögun sem mæld er með GPS og InSAR eindregið til þess að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir í tilkynningunni. Gliðnun er eftir um 2.8 kílómetra línu á milli Fagradalsfjalls og Keilis með miðju rétt norðan við litla Hrút sem er í mjög góðu samræmi við það sem skjálftavirkni hefur sýnt, að sögn Veðurstofunnar. Mælingar sýna einnig að innflæði kviku er næstum tvöfalt hraðar en í aðdraganda gossins í ágúst 2022, en heildarrúmmál kviku sem komið hefur upp í efri hluta skorpunnar er svipað eða um 12 milljón rúmmetrar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira