Fótbolti

Van der Sar á gjör­gæslu­deild vegna blæðinga inn á heila

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og  Edwin van der Sar í góðgerðarleik um árið.
Eiður Smári Guðjohnsen og Edwin van der Sar í góðgerðarleik um árið. Vísir/Getty Images.

Edwin Van der Sar, fyrrverandi markvörður Manchester United og hollenska landsliðsins, hefur verið lagður inn á gjörgæslu vegna blæðinga inn á heila. Ástand hans er stöðugt.

Hinn 53 ára gamli Van der Sar var í fríi með fjölskyldu sinni í Króatíu þegar hann veiktist skyndilega í dag, föstudag, og fara þurfti með hann á spítala hið snarasta. 

Var farið með hann í þyrlu á næsta gjörgæslu. Í yfirlýsingu frá Ajax segir að líðan hans sé stöðug sem stendur.

Van der Sar vann Meistaradeild Evrópu með bæði Ajax og Man United ásamt því að vinna fjölda annarra titla. 

Eftir að hafa lagt hanskana á hilluna sinnti hann starfi framkvæmdastjóra Ajax þangað til hann sagði starfi sínu lausu fyrir skemmstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×