Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands
![Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í Kerecis, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis.](https://www.visir.is/i/BBC263D394966D974AE28971CDE4ADF9FADB3450BABADE1BD7172BA04543057B_713x0.jpg)
Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.