Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 23:31 Það virðist sem Greenwood eigi framtíð í boltanum eftir allt saman. Laurence Griffiths/Getty Images Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi. Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30
Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00