Laugarvatnsvegur verður lokaður frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum. Í færslu sem lögreglan á Suðurlandi birtir á Facebook-síðu sinni kemur fram að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.
Samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um mótorhjólaslys að ræða. Þá sé búið að opna aftur fyrir umferð á veginum.
Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út vegna slyssins.
Fréttin hefur verið uppfærð.