Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Eldogs er enn ekki hafið á Reykjanesi en kvikan færist hægt nær yfirborðinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við náttúruvársérfræðing sem segir Veðurstofuna og almannavarnir í viðbragðsstöðu.

Þá hafa þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm sent kröfu á forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt.

Um helgina lýkur vikudagskrá goslokahátíðar en fimmtíu ár eru frá gosi í Heimaey. Fullt hefur verið í Herjólf og mikið fjör í bænum. Við heyrum í Eyjamönnum í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×