Slösuð kona sótt á skjálftasvæðið og margir á vappi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2023 14:50 Björgunarsveitin Þorbjörn fékk útkall að jarðskjálftasvæðinu vegna konu sem hafði slasað sig á göngu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu. Sex björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu fóru á staðinn til að sækja konuna, sem hafði slasað sig við göngu. Guðni Oddgeirsson, björgunarsveitarmaður hjá slysavarnadeidinni Þorbirni í Grindavík, segir konuna ekki hafa verið mjög illa slasaða. Hægt hafi verið að flytja hana sitjandi niður. „Þegar þetta er utandyra er þetta alltaf hækkaður forgangur þó það sé svona gott veður,“ segir Guðni. Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og segir Guðni engar lokanir vera á svæðinu núna. Ekki komi til þess nema gjósi. „Ef við ætluðum að vera í því að stýra umferð þá myndum við ekki gera neitt annað,“ segir Guðni. „Það er búið að vera margt fólk á svæðinu síðan byrjaði að gjósa 2021 og hafa alltaf verið á hverjum tíma 30-50 bílar á svæðinu, sama hvernig viðrar. Miðað við hvernig veðrið er hérna í Grindavík, býst ég við allverulega mörgu fólki þarna uppfrá.“ Hann segir að allir sem komi inn á svæðið fái viðvörunarskilaboð í símann frá almannavörnum. „Það er bara viðvörun við því að það gæti eitthvað farið í gang og jarðskjálftar gætu losað um grjót í hlíðum. Þannig að fólk er beðið að vera ekki undir bröttum hlíðum og ef það fer eitthvað af stað þá að passa sig. Það er svo heldur ekki mikill vindur og þá getur gas safnast saman í lægðum. Það er það varhugaverða í þessu öllu núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sex björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu fóru á staðinn til að sækja konuna, sem hafði slasað sig við göngu. Guðni Oddgeirsson, björgunarsveitarmaður hjá slysavarnadeidinni Þorbirni í Grindavík, segir konuna ekki hafa verið mjög illa slasaða. Hægt hafi verið að flytja hana sitjandi niður. „Þegar þetta er utandyra er þetta alltaf hækkaður forgangur þó það sé svona gott veður,“ segir Guðni. Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og segir Guðni engar lokanir vera á svæðinu núna. Ekki komi til þess nema gjósi. „Ef við ætluðum að vera í því að stýra umferð þá myndum við ekki gera neitt annað,“ segir Guðni. „Það er búið að vera margt fólk á svæðinu síðan byrjaði að gjósa 2021 og hafa alltaf verið á hverjum tíma 30-50 bílar á svæðinu, sama hvernig viðrar. Miðað við hvernig veðrið er hérna í Grindavík, býst ég við allverulega mörgu fólki þarna uppfrá.“ Hann segir að allir sem komi inn á svæðið fái viðvörunarskilaboð í símann frá almannavörnum. „Það er bara viðvörun við því að það gæti eitthvað farið í gang og jarðskjálftar gætu losað um grjót í hlíðum. Þannig að fólk er beðið að vera ekki undir bröttum hlíðum og ef það fer eitthvað af stað þá að passa sig. Það er svo heldur ekki mikill vindur og þá getur gas safnast saman í lægðum. Það er það varhugaverða í þessu öllu núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira