Rapinoe hefur frá árinu 2013 spilað fyrir OL Reign í Bandaríkjunum en á ferli sínum hefur hún spilað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Frakklandi. Þá hún að baki 199 A-landsleiki fyrir Bandaríkin og hefur skorað í þeim 63 mörk.
Ásamt því að láta mikið að sér kveða utan vallar og standa fast á sínu, bæði er kemur að réttindum kvenna sem og mannréttindum almennt, þá hefur Rapinoe verið einkar sigursæl. Varð hún heimsmeistari með Bandaríkjunum bæði árið 2015 og 2019.
Rapinoe var valin besti leikmaður heims af FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu, árið 2019 ásamt því að hún hlaut Gullknöttinn (Ballon d‘Or) sama ár.
Áður en skórnir fara upp í hillu fær Rapinoe tækifæri til að vinna sitt þriðja heimsmeistaramót en hún er í bandaríska hópnum fyrir HM kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst.