Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 08:57 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stendur hér með hermönnunum fimm sem leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól. AP/Forsetaembætti Úkraínu Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum.
Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45