Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 14:30 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. Danska fyrirtækið Coloplast er að kaupa Kerecis fyrir um 176 milljarða króna. Kerecis verður sjálfstæð rekstrareining innan danska fyrirtækisins en umsvif fyrirtækisins eiga að aukast og störfum að fjölga á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að þróun leiða til að nýta þorskroð til að græða sár. Á örfáum árum varð Kerecis eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip, með því að nýta fiskafurðir sem er að mestu hent. Aðspurður um það hvers konar fyrirtæki Kerecis yrði eftir fimm ár, gangi ætlanir hans eftir, sagði Guðmundur að ein af sjálfstæðum vörulínum Coloplast sneri að sáraumbúðir og það væri stærsta sjálfstæða rekstrareining fyrirtækisins. Hún væri öflug víða um heim, nema í Bandaríkjunum, en þær væri Kerecis öflugt, með hátt í þrjú hundruð sölumenn og góðar dreifingarleiðir til sjúkrahúsa. „Ég hugsa að þetta komi til með að samlagast á næstu árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að vörur Kerecis yrðu mjög mikilvægar fyrir Coloplast, þær yrðu áfram framleiddar á Ísafirði og aðgengilegar í þeim 140 löndum þar sem Coloplast selur vörur sínar. Viðtal Kristjáns við Guðmund var nokkuð langt og má hlusta á það hér að neðan. Farið var um nokkuð víðan völl. Guðmundur sagði að erfitt yrði að flytja Kerecis á brott frá Ísafirði. Þar væri líka gott að vera með rekstur þrátt fyrir ýmsar hindranir og nokkur fyrirtæki á svæðinu væru að vaxa mjög og ná árangri. „Tekjurnar hjá okkur eru um tuttugu milljarðar. Það er fiskeldi hérna fyrir vestan sem hefur vaxið upp úr ekki neinu í um fjörutíu milljarða núna í ár og verður kannski komið í 120 eftir þrjú fjögur ár.“ Hann sagði meðal annars í samtali við Kristján að samgöngur á Vestfjörðum væru erfiðar. Gera þyrfti miklu betur og tengja þyrfti landshlutann við Reykjavíkursvæðið með láglendisveg. Það ætti að kosta um fimmtíu milljarða króna. „Ég nefni áðan að tekjur Kerecis og laxeldis á Vestfjörðum verða kannski hundrað til hundrað og fimmtíu milljarðar,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það kostar einn þriðja af þessu að gera mannsæmandi samgönguleið hingað vestur.“ Guðmundur sagði flugsamgöngur ekki heldur nægilega góðar og ekkert væri verið að skoða hvort hægt væri að gera bætur á því. „Það er bara galið að það sé ekki verið að skoða þessa hluti í samhengi og gera mannsæmandi fyrir fólk að eiga samgöngur hingað.“ Guðmundur gagnrýndi það að verið væri að verja 250 milljónum í Borgarlínu, sem hann lýsti sem gamalli tækni. Sagði hann að sjálfkeyrandi bílar myndu taka yfir á komandi árum. Vara Kerecis er keyrð suður en Guðmundur segir hana létta og því eigi fyrirtækið ekki í sömu vandræðum og laxeldið, sem notar stóra og þunga bíla sem festast iðulega á heiðum og hálsum Vestfjarða. Sprengisandur Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Samgöngur Tengdar fréttir Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Danska fyrirtækið Coloplast er að kaupa Kerecis fyrir um 176 milljarða króna. Kerecis verður sjálfstæð rekstrareining innan danska fyrirtækisins en umsvif fyrirtækisins eiga að aukast og störfum að fjölga á Ísafirði. Fyrirtækið hefur unnið að þróun leiða til að nýta þorskroð til að græða sár. Á örfáum árum varð Kerecis eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip, með því að nýta fiskafurðir sem er að mestu hent. Aðspurður um það hvers konar fyrirtæki Kerecis yrði eftir fimm ár, gangi ætlanir hans eftir, sagði Guðmundur að ein af sjálfstæðum vörulínum Coloplast sneri að sáraumbúðir og það væri stærsta sjálfstæða rekstrareining fyrirtækisins. Hún væri öflug víða um heim, nema í Bandaríkjunum, en þær væri Kerecis öflugt, með hátt í þrjú hundruð sölumenn og góðar dreifingarleiðir til sjúkrahúsa. „Ég hugsa að þetta komi til með að samlagast á næstu árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að vörur Kerecis yrðu mjög mikilvægar fyrir Coloplast, þær yrðu áfram framleiddar á Ísafirði og aðgengilegar í þeim 140 löndum þar sem Coloplast selur vörur sínar. Viðtal Kristjáns við Guðmund var nokkuð langt og má hlusta á það hér að neðan. Farið var um nokkuð víðan völl. Guðmundur sagði að erfitt yrði að flytja Kerecis á brott frá Ísafirði. Þar væri líka gott að vera með rekstur þrátt fyrir ýmsar hindranir og nokkur fyrirtæki á svæðinu væru að vaxa mjög og ná árangri. „Tekjurnar hjá okkur eru um tuttugu milljarðar. Það er fiskeldi hérna fyrir vestan sem hefur vaxið upp úr ekki neinu í um fjörutíu milljarða núna í ár og verður kannski komið í 120 eftir þrjú fjögur ár.“ Hann sagði meðal annars í samtali við Kristján að samgöngur á Vestfjörðum væru erfiðar. Gera þyrfti miklu betur og tengja þyrfti landshlutann við Reykjavíkursvæðið með láglendisveg. Það ætti að kosta um fimmtíu milljarða króna. „Ég nefni áðan að tekjur Kerecis og laxeldis á Vestfjörðum verða kannski hundrað til hundrað og fimmtíu milljarðar,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það kostar einn þriðja af þessu að gera mannsæmandi samgönguleið hingað vestur.“ Guðmundur sagði flugsamgöngur ekki heldur nægilega góðar og ekkert væri verið að skoða hvort hægt væri að gera bætur á því. „Það er bara galið að það sé ekki verið að skoða þessa hluti í samhengi og gera mannsæmandi fyrir fólk að eiga samgöngur hingað.“ Guðmundur gagnrýndi það að verið væri að verja 250 milljónum í Borgarlínu, sem hann lýsti sem gamalli tækni. Sagði hann að sjálfkeyrandi bílar myndu taka yfir á komandi árum. Vara Kerecis er keyrð suður en Guðmundur segir hana létta og því eigi fyrirtækið ekki í sömu vandræðum og laxeldið, sem notar stóra og þunga bíla sem festast iðulega á heiðum og hálsum Vestfjarða.
Sprengisandur Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Samgöngur Tengdar fréttir Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20