Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2023 12:24 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir mikilvægt að bíða þar til alveg er runnið af fólki hafi það verið að drekka. Vísir/Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka. Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka.
Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44
Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20