Íslenski boltinn

Marka­súpa og dramatík í Kefla­vík, Alex Freyr hetja ÍBV og öruggt hjá Blikum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar skoruðu fimm.
Blikar skoruðu fimm. Vísir/Hulda Margrét

Topplið Víkings gerði 3-3 jafntefli við Keflavík á laugardag á meðan Alex Freyr Hilmarsson tryggði ÍBV 1-0 sigur á Fram. Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru svo illa með nýliða Fylkis. Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan.

Mikil dramatík var í Keflavík þar sem fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon kom heimamönnum yfir snemma leiks. Nikolaj Hansen jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu fyrir gestina skömmu síðar.

Danijel Dejan Djuric kom Víkingum svo yfir áður en miðvörðurinn Oleksii Kovtun jafnaði metin, staðan 2-2 í hálfleik. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir í síðari hálfleik en Hansen jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 3-3.

Klippa: Besta deild karla: Keflavík 3-3 Víkingur

Alex Freyr skoraði eina markið í leik ÍBV og Fram strax á 3. mínútu. Heimamenn fengu fín færi til að bæta við marki en inn vildi boltinn ekki. Lokatölur 1-0.

Klippa: Besta deild karla: ÍBV 1-0 Fram

Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru illa með nýliða Fylkis á Kópavogsvelli. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson brenndi af vítaspyrnu áður en veislan hófst. Jason Daði Svanþórsson braut ísinn og Damir Muminovic tvöfaldaði forystuna áður en Orri Sveinn Stefánsson minnkaði muninn. 

Anton Logi Lúðvíksson tryggði sigur heimamanna áður en Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Gísli Eyjólfsson skreyttu kökuna, lokatölur 5-1.

Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 5-1 Fylkir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×