Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 16:58 Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Veðurstofa Íslands Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. „Stærsti skjálftinn var þarna um klukkan hálf níu í morgun, sem var 4,3 að stærð. Virknin hefur aðallega verið norðaustur af Keili í dag,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Þá segir Elísabet að talið sé að skjálftavirknin sé vegna spennubreytinga. „Það er ekkert sem bendir til þess núna í gögnunum okkar að kvikan sé að reyna að troða sér þangað núna en við þurfum bara að fylgjast áfram með.“ Ekki hefur orðið skjálfti yfir þremur að stærð eftir hádegi. „En þetta kemur yfirleitt í svona hviðum,“ segir Elísabet. „Þannig við getum alveg búist við því að þessi skjálftavirkni haldi áfram og að fólk haldi áfram að finna fyrir þeim.“ Kvikugangur færist nær Í færslu sem Veðurstofa Íslands birtir á Facebook í dag er greint frá nýjustu gögnum sem byggð eru á gervihnattamyndum af skjálftasvæðinu. Fram kemur að þau gögn bendi til þess að kvikugangurinn sé að færast ennþá nær yfirborðinu. Efsti partur hans sé á um fimm hundruð metra dýpi. „Það er því ljóst að öll gögn benda til þess að kvika sé nálægt yfirborði, en hvort eða hvenær hún nær upp er spurningin: Hvað heldur þú?“ segir í færslunni. Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Stærsti skjálftinn var þarna um klukkan hálf níu í morgun, sem var 4,3 að stærð. Virknin hefur aðallega verið norðaustur af Keili í dag,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Þá segir Elísabet að talið sé að skjálftavirknin sé vegna spennubreytinga. „Það er ekkert sem bendir til þess núna í gögnunum okkar að kvikan sé að reyna að troða sér þangað núna en við þurfum bara að fylgjast áfram með.“ Ekki hefur orðið skjálfti yfir þremur að stærð eftir hádegi. „En þetta kemur yfirleitt í svona hviðum,“ segir Elísabet. „Þannig við getum alveg búist við því að þessi skjálftavirkni haldi áfram og að fólk haldi áfram að finna fyrir þeim.“ Kvikugangur færist nær Í færslu sem Veðurstofa Íslands birtir á Facebook í dag er greint frá nýjustu gögnum sem byggð eru á gervihnattamyndum af skjálftasvæðinu. Fram kemur að þau gögn bendi til þess að kvikugangurinn sé að færast ennþá nær yfirborðinu. Efsti partur hans sé á um fimm hundruð metra dýpi. „Það er því ljóst að öll gögn benda til þess að kvika sé nálægt yfirborði, en hvort eða hvenær hún nær upp er spurningin: Hvað heldur þú?“ segir í færslunni.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14