Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum stöðvar 2 koma til okkar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokks til að ræða sameinaða stjórnarandstöðu í kröfu um að þing komi saman.

Þá verður fjallað um aðgerðir viðbragðsaðila á Austurlandi þar sem boð barst frá neyðarsendi um borð í lítilli flugvél.

Við fáum að heyra sögu sautján ára drengs sem kom út sem trans fyrir nokkrum árum. Foreldrar hans segja það hafa tekið á. Fólk þurfi ekki endilega að skilja en mikilvægast sé að virðing sé borin fyrir öðrum.

Þá verður rætt við konu sem sat í fangelsi hér á íslandi. Hún segir skort á upplýsingagjöf stórt vandamál innan fangelsiskerfisins og áríðandi að umbætur verði gerðar fyrir kvenfanga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×