Sextán ára undrabarn stelur senunni á Wimbledon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 20:30 Mirra Andreeva er að skrá sig í sögubækurnar. PA-EFE/NEIL HALL Hin 16 ára gamla Mirra Aleksandrovna Andreeva er komin í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í tennis. Hún er yngsta konan í sögunni til að komast svo langt á þessu fornfræga móti. Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Andreeva kemur frá Rússlandi en mikið hefur verið rætt hvort Rússar og Hvít-Rússar megi taka þátt á mótinu eftir innrás Rússa í Úkraínu á síðasta ári. Ákveðið var að leyfa þeim að keppa og nú hefur rússneskt undrabarn stolið fyrirsögnunum. Sweet 16 16-year-old Mirra Andreeva reaches the Round of 16 in just her second-ever Grand Slam#Wimbledon pic.twitter.com/srXAFFbgdm— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Fyrst vakti Andreeva athygli þegar hún komst í 3. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis fyrr í sumar en nú hefur hún bætt um betur og er komin alla leið í 16 manna úrslit á Wimbledon. Til að komast í 4. umferð þurfti hún að leggja samlanda sinn, Anastasiu Sergeyevna Potapovu, í 3. umferð. Hin 22 ára gamla Potapova var ekki mikil fyrirstaða en Andreeva vann fyrsta sett 6-2 og annað sett 7-5. Endist leikurinn í rúmlega 90 mínútur eða svo. Það sem vekur sérstaka athygli er að Andreeva hafði aldrei keppt á grasi áður en hún mætti í undankeppni Wimbledon-mótsins í síðustu viku. The Real Deal #Wimbledon pic.twitter.com/HcLWvcUrVy— Wimbledon (@Wimbledon) July 9, 2023 Hvað myndi Federer gera? Undrabarnið segist mikill aðdáandi goðsagnarinnar Roger Federer. Segist hún stundum spyrja sig „Hvað myndi Federer gera?“ „Hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti sérstaklega mikið til hans koma þegar hann vann Roland Garros-mótið árið 2022 eftir meiðslin sem hann hafði verið að glíma við,“ sagði Andreeva um hinn 41 árs gamla Federer en hann lagði spaðann á hilluna á síðasta ári. Mirra Aleksandrovna Andreeva mætir hinni 28 ára gömlu Madison Keys frá Bandaríkjunum í 16 manna úrslitum Wimbledon. Hún er sem stendur í 18. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira