Bestu mörkin: Þjálfarinn upptekinn á Coldplay tónleikum í Kaupmannahöfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 09:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastólskvenna en hann missti af leiknum um helgina. Vísir/Vilhelm Konráð Freyr Sigurðsson stýrði liði Tindastóls í mikilvægum leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en aðalþjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni. Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls? Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls?
Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira