Bestu mörkin: Þjálfarinn upptekinn á Coldplay tónleikum í Kaupmannahöfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 09:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastólskvenna en hann missti af leiknum um helgina. Vísir/Vilhelm Konráð Freyr Sigurðsson stýrði liði Tindastóls í mikilvægum leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en aðalþjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni. Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls? Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls?
Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira