Innlent

Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Egilsstaðakirkja.
Egilsstaðakirkja. vísir/vilhelm

Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun.

Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær.

Austurfrétt greinir frá því að boðað hafi verið til minningarstund á morgun þriðjudag klukkan 18:00 í Egilsstaðarkirkju vegna slyssins. 

„Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem létust. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi RKÍ á Austurlandi vegna sálræns stuðnings,“ segir þar um athöfnina.

Verður samráðshópur almannavarna um áfallahjálp á staðnum. Minnt er á póst afallahjalp@hsa.is og síma heilsugæslu HSA, 470-3000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×