Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2023 11:30 Embla Óðinsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Embla Óðins segir tískuna vera list.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Fyrir mér er tíska gerð af list. Ég nota tískuna mikið til að tjá hvernig mér líður eða á hvaða stað ég er í lífinu. Mér finnst ekkert skemmtilegra en þegar fólk klæðir sig öðruvísi og þegar maður finnur að stíllinn sem viðkomandi velur sér virkilega endurspeglar þá manneskju. Nánast allt í fataskáp Emblu er í uppáhaldi hjá henni. Skórnir sem hún klæðist eru þó einstaklega mikið í uppáhaldi.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Hvar á ég að byrja. Nánast öll fötin mín eru uppáhalds en fataskápurinn minn er um 60 prósent vintage sem ég hef fundið í gegnum árin. Þannig hef ég náð að finna einstakar flíkur sem mér þykir svo vænst um. Ég hef svo unnið í þó nokkur ár fyrir Hildi Yeoman og eignast í gegnum tíðina nokkrar dásamlegar flíkur frá henni sem mér þykir óendanlega vænt um. Það sem er svo lang mest í uppáhaldi myndi ég segja að væru Mason Margiela Tabi stígvélin mín sem ég keypti á nytjamarkaði hérna í Kaupmannahöfn. Svo á ég geðveikan hvítan leðurjakka og hvítt loðvesti sem ég keypti saman á 700 krónur í Hertex á Akureyri og get notað í öllum veðurförum. Fylgihlutir eru mikið uppáhald en silfurlitaða gellu veskið mitt sem ég fann í Hringekjunni og Justine Clenquet skartið mitt ásamt öllu vintage skartinu mínu sem gerir öll outfit meira spennandi. Svarta pilsið er frá áströlskum hönnuði og kallar Embla það stöðugu flík fataskápsins.Aðsend Mín svona stöðuga flík í skápnum er svart sítt pils frá ástralska merkinu Beginning Boutique sem nær mér niður á hæla og hægt er að para við allt. Svo er það líka grænn Hildur Yeoman pallíettu bolur sem er fyrsta flíkin sem ég keypti í Yeoman sem ég hef notað miklu meira en ég átti von á og byrjar alltaf skemmtilegar umræður hérna í Danmörku. Græni bolurinn vekur athygli í Danmörku.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer svolítið eftir tilefninu. Dags daglega eyði ég ekkert svo miklum tíma í það þar sem ég á mikið af góðum stöðugum flíkum (e. stables) en um leið og ég er að fara gera eitthvað sérstakt getur það tekið mig marga marga klukkutíma og herbergið alveg í rúst loksins þegar maður finnur rétta lúkkið. Embla segir að það geti tekið sig mis langan tíma að hafa sig til. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég sé með tvo ólíka stíla. Annar sem hægt er að kalla less is more. Mjög klassískur stíll þar sem sniðin fá að njóta sín og lítið er um liti. Svo er það seinni stíllinn minn sem ég myndi kalla more is more. Hann er mjög litaglaður þar sem ég blanda prentum og litum og er kannski aðeins meira spennandi og áberandi. Stundum blandast þeir stílar svo saman sem er líka skemmtilegt. Embla blandar stundum saman minimalískum og maximalískum stíl og elskar báða.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já mjög mikið. Í leikskóla var ég mjög hávær um það í hverju ég vildi vera og vildi helst klæðast bláu ballet pilsi yfir allt, sama hvort það voru sokkabuxur eða gallabuxur. Svo í grunnskóla og menntaskóla klæddi ég mig mjög mikið eftir straumnum, var alltaf mjög fashionable bara ekkert með einstakan stíl. Ég verslaði mikið hraðtísku og pældi ekkert endilega í því hvort ég virkilega fílaði flíkina eða hvort hún myndi endast og ferðast inn í fleiri stíla. Í fataskápnum mínum í dag eru afar fáar flíkur eftir sem ég eignaðist fyrir meira en fjórum árum en miklu meira af gömlum flíkum frá mömmu og ömmum mínum sem eru klassískar í dag. Stíllinn minn breytist mjög mikið eftir umhverfi og nýlega hef ég tekið eftir því að þegar ég er að vinna mikið verður stílinn aðeins tónaðari niður. Svo þegar ég er mikið í kringum vinkonur mínar sem eru mjög smart hafa stílarnir þeirra haft meiri áhrif á mig og blandast kannski saman við minn eigin stíl. Það er mjög skemmtilegt því þannig kemur oft eitthvað óvænt út sem maður hefði ekkert endilega kveikt á að myndi virka. Embla á flíkur frá mömmu sinni og ömmu í fataskápnum sem hún notar mikið.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Í umhverfinu og svo er ég líka grafískur hönnuður en það hefur kennt mér að sækja innblástur á staði sem eru kannski ekki augljósir. Oft sé ég myndir á netinu af prentum eða litasamsetningum sem ég svo spreyti mig á í klæðaburði. Nytjamarkaðir hafa einnig opnað augun mín töluvert, þar sem ég gef í rauninni öllu séns þegar ég skoða. Í mátunarklefanum byrja hugmyndir að hlaupa inn til mín varðandi það hvernig ég get útfært flíkur á mismunandi hátt. Sumar af mínum mest notuðu og uppáhalds flíkum eru einmitt þær sem ég efaðist um á herðatrénu. Embla segir tískuhugmyndavinnuna oftast byrja hjá sér í mátunarklefanum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ef ég finn fyrir óöryggi þegar ég set eitthvað saman og ég er ekki fullkomlega ánægð með hvernig mér líður í því þá sleppi ég að fara út í því. Ég hef lært það að ef ég fíla mig ekki í einhverju outfitti þá getur það eyðilagt fyrir mér kvöldið. Svo er ég líka með reglu að kaupa ekki eitthvað sem eg get bara notað einu sinni. Ég er mikið fyrir það að nota sömu flíkurnar og outfittin aftur og aftur. Mér finnst smá töff að vera með einkennisgalla. Embla elskar að nota sömu fötin aftur og aftur.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það sem situr fast í mér svona þegar ég lít til baka eru sumar flíkur sem ég notaði sem barn og þá ekki á góðan hàtt. Ég veit ekki hvernig mamma min gat hleypt mér út úr húsi í fimmta bekk í fjólubláu pokabuxunum mínum stælað við galaxy bolinn minn úr motor og mía. Svo notaði ég mikið hello kitty flíkur alveg upp í sjöunda bekk sem mér finnst reyndar mjög kúl í dag. Svona meira nýlega eru það mikið af outfittunum frá Hildi Yeoman sem ég klæddist á Paris Fashion Week síðastliðinn mars. Það var mikil upplifun að vera svona uppstíluð með paparazzi á eftir sér að mæta á tískusýningar. Embla segir að tískuvikan í París hafi verið mikil upplifun.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kaupa vandaðri flíkur sem endast frekar en að vera alltaf að skipta óvönduðum flíkum út. Ekki þvo fötin of oft heldur bara þegar þarf að gera það og þá gera það eftir leiðbeiningum. Svo að lokum auðvitað að prófa að versla notuð föt, það er bilað gaman og verður oft að smá hobbýi. Hér er hægt að fylgjast með Emblu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Embla Óðins segir tískuna vera list.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Fyrir mér er tíska gerð af list. Ég nota tískuna mikið til að tjá hvernig mér líður eða á hvaða stað ég er í lífinu. Mér finnst ekkert skemmtilegra en þegar fólk klæðir sig öðruvísi og þegar maður finnur að stíllinn sem viðkomandi velur sér virkilega endurspeglar þá manneskju. Nánast allt í fataskáp Emblu er í uppáhaldi hjá henni. Skórnir sem hún klæðist eru þó einstaklega mikið í uppáhaldi.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Hvar á ég að byrja. Nánast öll fötin mín eru uppáhalds en fataskápurinn minn er um 60 prósent vintage sem ég hef fundið í gegnum árin. Þannig hef ég náð að finna einstakar flíkur sem mér þykir svo vænst um. Ég hef svo unnið í þó nokkur ár fyrir Hildi Yeoman og eignast í gegnum tíðina nokkrar dásamlegar flíkur frá henni sem mér þykir óendanlega vænt um. Það sem er svo lang mest í uppáhaldi myndi ég segja að væru Mason Margiela Tabi stígvélin mín sem ég keypti á nytjamarkaði hérna í Kaupmannahöfn. Svo á ég geðveikan hvítan leðurjakka og hvítt loðvesti sem ég keypti saman á 700 krónur í Hertex á Akureyri og get notað í öllum veðurförum. Fylgihlutir eru mikið uppáhald en silfurlitaða gellu veskið mitt sem ég fann í Hringekjunni og Justine Clenquet skartið mitt ásamt öllu vintage skartinu mínu sem gerir öll outfit meira spennandi. Svarta pilsið er frá áströlskum hönnuði og kallar Embla það stöðugu flík fataskápsins.Aðsend Mín svona stöðuga flík í skápnum er svart sítt pils frá ástralska merkinu Beginning Boutique sem nær mér niður á hæla og hægt er að para við allt. Svo er það líka grænn Hildur Yeoman pallíettu bolur sem er fyrsta flíkin sem ég keypti í Yeoman sem ég hef notað miklu meira en ég átti von á og byrjar alltaf skemmtilegar umræður hérna í Danmörku. Græni bolurinn vekur athygli í Danmörku.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer svolítið eftir tilefninu. Dags daglega eyði ég ekkert svo miklum tíma í það þar sem ég á mikið af góðum stöðugum flíkum (e. stables) en um leið og ég er að fara gera eitthvað sérstakt getur það tekið mig marga marga klukkutíma og herbergið alveg í rúst loksins þegar maður finnur rétta lúkkið. Embla segir að það geti tekið sig mis langan tíma að hafa sig til. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég sé með tvo ólíka stíla. Annar sem hægt er að kalla less is more. Mjög klassískur stíll þar sem sniðin fá að njóta sín og lítið er um liti. Svo er það seinni stíllinn minn sem ég myndi kalla more is more. Hann er mjög litaglaður þar sem ég blanda prentum og litum og er kannski aðeins meira spennandi og áberandi. Stundum blandast þeir stílar svo saman sem er líka skemmtilegt. Embla blandar stundum saman minimalískum og maximalískum stíl og elskar báða.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já mjög mikið. Í leikskóla var ég mjög hávær um það í hverju ég vildi vera og vildi helst klæðast bláu ballet pilsi yfir allt, sama hvort það voru sokkabuxur eða gallabuxur. Svo í grunnskóla og menntaskóla klæddi ég mig mjög mikið eftir straumnum, var alltaf mjög fashionable bara ekkert með einstakan stíl. Ég verslaði mikið hraðtísku og pældi ekkert endilega í því hvort ég virkilega fílaði flíkina eða hvort hún myndi endast og ferðast inn í fleiri stíla. Í fataskápnum mínum í dag eru afar fáar flíkur eftir sem ég eignaðist fyrir meira en fjórum árum en miklu meira af gömlum flíkum frá mömmu og ömmum mínum sem eru klassískar í dag. Stíllinn minn breytist mjög mikið eftir umhverfi og nýlega hef ég tekið eftir því að þegar ég er að vinna mikið verður stílinn aðeins tónaðari niður. Svo þegar ég er mikið í kringum vinkonur mínar sem eru mjög smart hafa stílarnir þeirra haft meiri áhrif á mig og blandast kannski saman við minn eigin stíl. Það er mjög skemmtilegt því þannig kemur oft eitthvað óvænt út sem maður hefði ekkert endilega kveikt á að myndi virka. Embla á flíkur frá mömmu sinni og ömmu í fataskápnum sem hún notar mikið.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Í umhverfinu og svo er ég líka grafískur hönnuður en það hefur kennt mér að sækja innblástur á staði sem eru kannski ekki augljósir. Oft sé ég myndir á netinu af prentum eða litasamsetningum sem ég svo spreyti mig á í klæðaburði. Nytjamarkaðir hafa einnig opnað augun mín töluvert, þar sem ég gef í rauninni öllu séns þegar ég skoða. Í mátunarklefanum byrja hugmyndir að hlaupa inn til mín varðandi það hvernig ég get útfært flíkur á mismunandi hátt. Sumar af mínum mest notuðu og uppáhalds flíkum eru einmitt þær sem ég efaðist um á herðatrénu. Embla segir tískuhugmyndavinnuna oftast byrja hjá sér í mátunarklefanum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ef ég finn fyrir óöryggi þegar ég set eitthvað saman og ég er ekki fullkomlega ánægð með hvernig mér líður í því þá sleppi ég að fara út í því. Ég hef lært það að ef ég fíla mig ekki í einhverju outfitti þá getur það eyðilagt fyrir mér kvöldið. Svo er ég líka með reglu að kaupa ekki eitthvað sem eg get bara notað einu sinni. Ég er mikið fyrir það að nota sömu flíkurnar og outfittin aftur og aftur. Mér finnst smá töff að vera með einkennisgalla. Embla elskar að nota sömu fötin aftur og aftur.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það sem situr fast í mér svona þegar ég lít til baka eru sumar flíkur sem ég notaði sem barn og þá ekki á góðan hàtt. Ég veit ekki hvernig mamma min gat hleypt mér út úr húsi í fimmta bekk í fjólubláu pokabuxunum mínum stælað við galaxy bolinn minn úr motor og mía. Svo notaði ég mikið hello kitty flíkur alveg upp í sjöunda bekk sem mér finnst reyndar mjög kúl í dag. Svona meira nýlega eru það mikið af outfittunum frá Hildi Yeoman sem ég klæddist á Paris Fashion Week síðastliðinn mars. Það var mikil upplifun að vera svona uppstíluð með paparazzi á eftir sér að mæta á tískusýningar. Embla segir að tískuvikan í París hafi verið mikil upplifun.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kaupa vandaðri flíkur sem endast frekar en að vera alltaf að skipta óvönduðum flíkum út. Ekki þvo fötin of oft heldur bara þegar þarf að gera það og þá gera það eftir leiðbeiningum. Svo að lokum auðvitað að prófa að versla notuð föt, það er bilað gaman og verður oft að smá hobbýi. Hér er hægt að fylgjast með Emblu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira