„Gætiru látið gjósa í tilefni dagsins?“ Íris Hauksdóttir skrifar 10. júlí 2023 19:35 Stefán Karl og Steinunn Ólína ræddu opinskátt um veikindabaráttuna á sínum tíma. Vísir/Valli Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. Barátta Stefáns Karls við illvígt gallgangakrabbamein stóð yfir í tvö ár en hjónin ræddu opinskátt um veikindin. Sjálfur var Stefán Karl mikill baráttumaður gegn einelti en hann stofnaði meðal annars samtökin Regnbogabörn. Þekktastur var Stefán Karl fyrir túlkun sína á óþokkanum Glanna glæp sem lifði góðu lífi innan veggja barnasögunnar um Latabæ eftir Magnús Scheving en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999. „Takk Stebbi minn“ Saman eignuðust þau Stefán Karl og Steinunn Ólína tvö börn en fyrir átti hún tvær dætur. Óhætt er að segja þjóðina hafa grátið með Steinunni Ólínu við fráfall Stefáns Karls sem var annállaður gleðigjafi. Í færslunni sem hún birti í morgun segir hún: Afmælisdagurinn hans Stefáns Karls er í dag 10.07 en hann hefði orðið 48 ára. Þarna eru þau Stebbi, Júlía Stefánsdóttir og Steini Stefánsson að leika sér í Mexikó þar sem Stefán valdi að hvíla í vöggu Kyrrahafsins. ,,Ef einhver spyr hvar ég er þegar ég er farinn, segðu þá bara að ég sé í Mexikó!” Við vitum elska að þú ert í Mexikó en gætirðu láta gjósa í tilefni dagsins? Þú ert með okkur alla daga með gleði, ást og hlýju! Svo virðist sem Stefán Karl hafi látið ósk Steinunnar Ólínu rætast því nokkrum klukkustundum síðar hófst eins og frægt er orðið eldgos við Reykjanes. Í kjölfarið birti Steinunn Ólína nýja færslu á Facebook þar sem hún skrifar einfaldlega: „Takk Stebbi minn!“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ástin og lífið Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. 4. september 2018 10:30 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Sjá meira
Barátta Stefáns Karls við illvígt gallgangakrabbamein stóð yfir í tvö ár en hjónin ræddu opinskátt um veikindin. Sjálfur var Stefán Karl mikill baráttumaður gegn einelti en hann stofnaði meðal annars samtökin Regnbogabörn. Þekktastur var Stefán Karl fyrir túlkun sína á óþokkanum Glanna glæp sem lifði góðu lífi innan veggja barnasögunnar um Latabæ eftir Magnús Scheving en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999. „Takk Stebbi minn“ Saman eignuðust þau Stefán Karl og Steinunn Ólína tvö börn en fyrir átti hún tvær dætur. Óhætt er að segja þjóðina hafa grátið með Steinunni Ólínu við fráfall Stefáns Karls sem var annállaður gleðigjafi. Í færslunni sem hún birti í morgun segir hún: Afmælisdagurinn hans Stefáns Karls er í dag 10.07 en hann hefði orðið 48 ára. Þarna eru þau Stebbi, Júlía Stefánsdóttir og Steini Stefánsson að leika sér í Mexikó þar sem Stefán valdi að hvíla í vöggu Kyrrahafsins. ,,Ef einhver spyr hvar ég er þegar ég er farinn, segðu þá bara að ég sé í Mexikó!” Við vitum elska að þú ert í Mexikó en gætirðu láta gjósa í tilefni dagsins? Þú ert með okkur alla daga með gleði, ást og hlýju! Svo virðist sem Stefán Karl hafi látið ósk Steinunnar Ólínu rætast því nokkrum klukkustundum síðar hófst eins og frægt er orðið eldgos við Reykjanes. Í kjölfarið birti Steinunn Ólína nýja færslu á Facebook þar sem hún skrifar einfaldlega: „Takk Stebbi minn!“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ástin og lífið Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. 4. september 2018 10:30 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Sjá meira
Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. 4. september 2018 10:30