Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2023 00:05 Magnús Tumi var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. „Sprungan er um 900 metra löng. Það er töluvert hraun að renna. Þetta virðist vera orðið heldur öflugra heldur en hin gosin voru, sérstaklega fyrsta gosið, sem var mjög rólegt,“ segir Magnús. „Enn sem komið er rennur allt hraun til suðurs og það er langur vegur til nokkurra innviða.“ Hann segir líkur á því að gosið nái niður í Meradali eftir nokkurn tíma. „En þannig er staðan að við erum að sjá hér nokkuð gos og það virðist ekki vera að stækka neitt eins og stendur og nú verðum við bara að bíða og sjá, verður þetta svipað og fyrsta gosið eða verður þetta líkt öðru gosinu, sem var mjög lítið og stóð stutt, eða verður þetta lengi? Við vitum bara ekkert um það, við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Er eitthvað sem kemur á óvart við þennan gosstað? „Nei, þetta er nú nokkurn veginn mjög líklegur staður miðað við hvernig gangurinn og hvernig lýsingar sem jarðaskjálftafræðingar og slíkir gerðu þá er þetta mjög svipað.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Segir gosið mikið stærra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið gæti orðið tíu sinnum stærra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Ekki hættulaust á gosstöðvunum Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. 10. júlí 2023 20:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
„Sprungan er um 900 metra löng. Það er töluvert hraun að renna. Þetta virðist vera orðið heldur öflugra heldur en hin gosin voru, sérstaklega fyrsta gosið, sem var mjög rólegt,“ segir Magnús. „Enn sem komið er rennur allt hraun til suðurs og það er langur vegur til nokkurra innviða.“ Hann segir líkur á því að gosið nái niður í Meradali eftir nokkurn tíma. „En þannig er staðan að við erum að sjá hér nokkuð gos og það virðist ekki vera að stækka neitt eins og stendur og nú verðum við bara að bíða og sjá, verður þetta svipað og fyrsta gosið eða verður þetta líkt öðru gosinu, sem var mjög lítið og stóð stutt, eða verður þetta lengi? Við vitum bara ekkert um það, við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Er eitthvað sem kemur á óvart við þennan gosstað? „Nei, þetta er nú nokkurn veginn mjög líklegur staður miðað við hvernig gangurinn og hvernig lýsingar sem jarðaskjálftafræðingar og slíkir gerðu þá er þetta mjög svipað.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Segir gosið mikið stærra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið gæti orðið tíu sinnum stærra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Ekki hættulaust á gosstöðvunum Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. 10. júlí 2023 20:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Segir gosið mikið stærra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið gæti orðið tíu sinnum stærra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07
Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33
Ekki hættulaust á gosstöðvunum Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. 10. júlí 2023 20:03