Innlent

Bakkað á veg­faranda á raf­magns­hlaupa­hjóli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einn var sektaður í Kópavogi fyrir að aka gegn einstefnu og vera án ökuskírteinis.
Einn var sektaður í Kópavogi fyrir að aka gegn einstefnu og vera án ökuskírteinis. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til í Seljahverfi í Reykjavík í gær þar sem bifreið hafði verið bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli. Einn var fluttur á bráðamóttöku en meiðsl hans reyndust minniháttar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna líkamsárásar og eignarspjalla í Mosfellsbæ, þar sem einn var handtekinn. Þá var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi en þau voru yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang.

Á Seltjarnarnesi var skemmdarvargur í annarlegu ástandi handtekinn vegna eignaspjalla og í miðborginni var ökumaður handtekinn sem reyndist verulegar ölvaður.

Tveir voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar eftir árekstur bifreiðar og vespu í Breiðholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×