Verulega minni kraftur en í gær Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 08:16 Eldgos hófst við Litla-Hrút á fimmta tímanum í gær. Sprungan myndaðist skammt frá Meradölum, þar sem hraun kom upp í fyrra. Vísir/Vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05
Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07