Innlent

Bruna­kerfi í gang í Mjódd

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Verslunarmiðstöðin var rýmd á meðan slökkvilið athafnaði sig. 
Verslunarmiðstöðin var rýmd á meðan slökkvilið athafnaði sig.  Vísir/Vilhelm

Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins hefur verið kallað út vegna bruna­kerfis sem fór í gang í verslunar­mið­stöðinni Mjódd í Breið­holti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu barst tilkynning um ljósan reyk og kom hann úr rafmagnskerfi. Slökkvi­bíll, sjúkra­bíll og lög­reglu­bíll voru sendir á vett­vang.

Um minniháttar atvik reyndist vera að ræða og hafði reykurinn náð í loftræstikerfi hússins. Slökkvistörf reyndust lítil.

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá slökkviliði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×