Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 19:35 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu veifar til mannfjölda sem beið hans við forsetahöllina í Vilníus þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. AP/Pavel Golovkin Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins komu saman í dag til sögulegs tveggja daga fundar í Vilnius í Litháen. Forseti Tyrklands tilkynnti á síðustu stundu í gær að hann sætti sig við aðild Svía aðbandalaginu þannig að þeim var formlega boðin aðild að NATO í dag sem verður síðan endanlega staðfest af þjóðþingum Tyrklands og Ungverjalands sem einnig var meðfyrirvara við aðild Svía. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir breytingar hafa verið gerðar á aðildarferli bandalagsins til að auðvelda aðild Úkraínu.AP/Mindaugas Kulbis Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsþjóðirnar hafa náð saman um þrjá þætti til að tryggja aðilda Úkraínu að NATO. „Í fyrsta lagi nýnokkurra ára aðstoðaráætlun fyrir Úkraínu til að auðvelda umskiptin frá sovét-tímanum til NATO-staðla, þjálfunar og reglna,“ sagði Stoltenberg. Þetta feli meðal annars í sér aðstoð við endurskipulagningu öryggis- og varnarmála Úkraínu, öflun eldsneytis, eyðingu jarðsprengja og útvegun sjúkragagna. „Í öðru lagi nýtt Úkraínuráð NATO sem er vettvangur fyrir samráð og ákvarðanatöku þar sem við mætumst sem jafningjar.“ Hann hlakkaði til fyrsta fundar ráðsins meðVolodymyr Zelensky á morgun. „Í þriðja lagi staðfestum við að Úkraína mun fá aðild að NATO og samþykktum að nema úr gildi kröfu um aðgerðaáætlun. Þetta breytir aðildarferli Úkraínu úr tveggja skrefa ferli í eins skrefs ferli,“ sagði Stoltenberg. Aðildarríkin muni bjóða Úkraínu í NATO þegar þessi skilyrði hefðu veriðuppfyllt. „Ég samþykkti einnig ítarlegustu varnaráætlanir frá lokum kalda stríðsins. Þær miða að því að sporna gegn þeim tveim helstu hættum sem að okkur steðja: Rússlandi og hryðjuverkum,“ sagði Jens Stoltenberg í dag. Katrín segir innrás Rússa hafa breytt NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fund forseta og forsætisráðherra aðildarríkjanna í dag. Hún segir fundinn í Vilníus sögulegan. Það fór vel á með Gitanas Nauseda forseta Lithaen og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann bauð hana velkomna á leiðtogafundinn í Vilníus. AP/Pavel Golovkin „Og auðvitað eru það ákveðin tíðindi að afleiðingin af innrás Rússa í Úkraínu sé meðal annars það að Atlantshafsbandalagið hefur stækkað. Fleiri aðildarríki eru að bætast í hópinn. Finnland orðið aðildarríki og stefnir í að Svíþjóð verði það núna hraðbyri,“ segir Katrín. Mikil sátt hafi verið meðal aðildarríkjanna um áframhaldandi stuðning við Úkraínu. „Ég les nú stöðuna þannig að það sé mikil og breið samstaða um aðild Úkraínu. En að sjálfsögðu ákveðið litróf á því hversu langt eigi að ganga í orðalagi á þessum fundi. Það er búið að sitja yfir því orðalagi í allan dag. Þar er líka verið að ræða orðalag varðandi öryggistryggingar, eins og það hefur verið orðað, og hvernig megi útfæra það. En ég bind vonir við að þetta verði mjög skýr skilaboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins komu saman í dag til sögulegs tveggja daga fundar í Vilnius í Litháen. Forseti Tyrklands tilkynnti á síðustu stundu í gær að hann sætti sig við aðild Svía aðbandalaginu þannig að þeim var formlega boðin aðild að NATO í dag sem verður síðan endanlega staðfest af þjóðþingum Tyrklands og Ungverjalands sem einnig var meðfyrirvara við aðild Svía. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir breytingar hafa verið gerðar á aðildarferli bandalagsins til að auðvelda aðild Úkraínu.AP/Mindaugas Kulbis Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsþjóðirnar hafa náð saman um þrjá þætti til að tryggja aðilda Úkraínu að NATO. „Í fyrsta lagi nýnokkurra ára aðstoðaráætlun fyrir Úkraínu til að auðvelda umskiptin frá sovét-tímanum til NATO-staðla, þjálfunar og reglna,“ sagði Stoltenberg. Þetta feli meðal annars í sér aðstoð við endurskipulagningu öryggis- og varnarmála Úkraínu, öflun eldsneytis, eyðingu jarðsprengja og útvegun sjúkragagna. „Í öðru lagi nýtt Úkraínuráð NATO sem er vettvangur fyrir samráð og ákvarðanatöku þar sem við mætumst sem jafningjar.“ Hann hlakkaði til fyrsta fundar ráðsins meðVolodymyr Zelensky á morgun. „Í þriðja lagi staðfestum við að Úkraína mun fá aðild að NATO og samþykktum að nema úr gildi kröfu um aðgerðaáætlun. Þetta breytir aðildarferli Úkraínu úr tveggja skrefa ferli í eins skrefs ferli,“ sagði Stoltenberg. Aðildarríkin muni bjóða Úkraínu í NATO þegar þessi skilyrði hefðu veriðuppfyllt. „Ég samþykkti einnig ítarlegustu varnaráætlanir frá lokum kalda stríðsins. Þær miða að því að sporna gegn þeim tveim helstu hættum sem að okkur steðja: Rússlandi og hryðjuverkum,“ sagði Jens Stoltenberg í dag. Katrín segir innrás Rússa hafa breytt NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fund forseta og forsætisráðherra aðildarríkjanna í dag. Hún segir fundinn í Vilníus sögulegan. Það fór vel á með Gitanas Nauseda forseta Lithaen og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann bauð hana velkomna á leiðtogafundinn í Vilníus. AP/Pavel Golovkin „Og auðvitað eru það ákveðin tíðindi að afleiðingin af innrás Rússa í Úkraínu sé meðal annars það að Atlantshafsbandalagið hefur stækkað. Fleiri aðildarríki eru að bætast í hópinn. Finnland orðið aðildarríki og stefnir í að Svíþjóð verði það núna hraðbyri,“ segir Katrín. Mikil sátt hafi verið meðal aðildarríkjanna um áframhaldandi stuðning við Úkraínu. „Ég les nú stöðuna þannig að það sé mikil og breið samstaða um aðild Úkraínu. En að sjálfsögðu ákveðið litróf á því hversu langt eigi að ganga í orðalagi á þessum fundi. Það er búið að sitja yfir því orðalagi í allan dag. Þar er líka verið að ræða orðalag varðandi öryggistryggingar, eins og það hefur verið orðað, og hvernig megi útfæra það. En ég bind vonir við að þetta verði mjög skýr skilaboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent