Íþróttahetja Úkraínumanna sökuð um að svíkja úkraínsku þjóðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:00 Sergej Bubka í keppni á HM í frjálsum undir merkjum Úkraínu. Getty/Kleefeldt Frank Sergej Bubka er ein stærsta íþróttahetja Úkraínu frá upphafi en hann setti meðal annars 35 heimsmet á ferlinum. Nú er hann sakaður um að svíkja þjóð sína og hjálpa Rússum í stríðinu. Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira