Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2023 08:37 Ekki er vitað hvar Yevgeny Prigozhin er niðurkominn en eftir uppreisn hans fundaði hann með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. EPA/ANATOLY MALTSEV Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Blaðamenn Reuters hafa staðfest það með viðtölum við heimamenn og skoðun á myndefni en Úkraínumenn segja málaliðana hafa farið nær herstöðinni en það. Vestrænir ráðamenn segja málaliðana ekki hafa ógnað herstöðinni við stutta uppreisn þeirra. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði í viðtali við Reuters að málaliðarnir hefðu komist að herstöðinni og að þeir hafi viljað verða sér út um svokölluð taktísk kjarnorkuvopn til að styðja uppreisn þeirra. Budanov segir að það eina sem stóð í vegi þeirra hafi verið dyrnar að kjarnorkuvopnageymslunni en að þeir hafi ekki getað opnað þær. Frásögn hans hefur ekki verið staðfest. Heimildarmaður Reuters í Kreml tók þó undir hluta af frásögn Budanovs og sagði að málaliðarnar hefðu komist inn á svæði þar sem kjarnorkuvopn hafi verið geymt og þess vegna hafi Bandaríkjamenn orðið stressaðir. Adam Hodge, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir þetta ekki rétt. Kjarnorkuvopnum Rússlands hafi ekki verið ógnað. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við sagði einnig að málaliðar Wagner hefðu enga leið til að koma höndum yfir virkt kjarnorkuvopn. Það sé nánast ómögulegt fyrir aðila utan rússneska ríkisins. Deilur urðu að uppreisn Wagner var stofnað af auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin og Dmitry Utkin, sem starfaði áður í leyniþjónustu rússneska hersins. Málaliðahópurinn var stofnaður vegna upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 en er einnig virkur í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Það var eftir að Prigozhin var dæmdur fyrir þjófnað árið 1979, þegar hann var átján ára gamall. Hann var svo dæmdur fyrir rán tveimur árum síðar og sat í fangelsi í níu ár. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Utkin er skreyttur húðflúrum af merkjum nasista og er ástæðan fyrir því að málaliðahópurinn er kenndur við Wagner sú að tónskáldið Richard Wagner var í miklu uppáhaldi hjá Adolf Hitler. Málaliðar Wagner í Rostov þann 24. júní. Þeir lögðu borgina undir sig en íbúar hennar virtust taka þeim vel.EPA/STRINGER Málaliðar Wagner hafa tekið mjög virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en Prigozhin hefur einnig verið mjög gagnrýninn á það hvernig forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Rússlands, þeir Sergei Shoigu, ráðherra, og Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, hafa haldið á spöðunum varðandi innrásina. Sjá einnig: Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Upp úr sauð svo þann 23. júní, þegar Prigozhin hélt því fram að rússneski herinn hefði gert árásir á bækistöð Wagner í austurhluta Úkraínu og að margir málaliðar hefðu fallið. Þetta var í kjölfar þess að því hafði verið lýst yfir að allir rússneskir málaliðar ættu að skrifa undir samninga við herinn. Prigozhin sagði það ekki koma til greina. Hann lýsti því svo yfir að hann ætlaði að handsama forsvarsmenn ráðuneytisins og hersins en í kjölfarið hertóku málaliðarnir borgina Rostov í suðurhluta Rússlands og keyrðu þúsundir þeirra í átt að Moskvu. Rússneskir hermenn lögðu víða niður vopn, í stað þess að reyna að stöðva málaliðana en fáir ef einhverjir hermenn gengu til liðs við þá. Hermenn neituðu að stöðva Wagner Heimildarmenn Reuters segja að hermenn í minnst tveimur herdeildum sem skipað var að reyna að stöðva framsókn málaliðanna í átt að Moskvu hafi ekki orðið við þeim skipunum. Skömmu áður en stórar bílalestir málaliða komust til Moskvu lýsti Prigozhin því yfir að þær ættu að snúa við. Það var um kvöldið 24. júní, rúmum sólarhring eftir að uppreisnin hófst. Þá voru málaliðar Wagner í á annað hundrað kílómetra fjarlægð frá Moskvu. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, mun hafa gert samkomulag við Prigozhin en samkvæmt því myndi auðjöfurinn ekki verða saksóttur vegna uppreisnarinnar og málaliðar Wagner gætu farið til Belarús eða gengið til liðs við rússneska herinn. Ríkisstjórn Belarús lýsti því yfir í gær að málaliðar Wagner myndu þjálfa her ríkisins og deila reynslu þeirra með hermönnum. Moscow Times hefur eftir Lúkasjenka að málaliðarnir þyrftu að skrifa undir samninga við ríkið og sagðist hann ekki óttast sambærilega uppreisn þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær þeir eiga að vera fluttir þangað. Pútín fundaði með Prigozhin Fregnir hafa svo borist af því að Prigozhin hafi fundað með Valdimír Pútin, forseta Rússlands, þann 29. júní. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútins, segir að þá hafi Pútín gefið Prigozhin sýna mynd af því sem gerðist þann 24. júní. Þá segir Peskóv að Prigozhin hafi heitið því að málaliðar Wagner væru tilbúnir til að berjast áfram fyrir móðurlandið. Talsmaðurinn vildi þó ekki segja meira um fundinn. Hvar Prigozhin er liggur ekki fyrir en hann mun ekki vera í Belarús. Í frétt CNN segir að það að Prigzohin hafi fundað með Pútín, fimm dögum eftir uppreisnina, sem er líklega sú helsta ógn sem Pútín hefur staðið frammi fyrir í valdatíð sinni, sé til marks um að forsetinn eigi í vandræðum. Tveimur dögum eftir að Pútín hyllti rússneska hermenn fyrir að koma í veg fyrir borgarastyrjöld, fundaði hann með uppreisnarmönnunum innan veggja Kreml og þeim fundi var haldið leyndum í ellefu daga. Yfirvöld í Rússlandi eru að taka veldi Prigozhin í sundur, með því að loka fjölmiðlum hans, gera húsleit á skrifstofum hans og heimili en það bendir ekki til þess að auðjöfrinum hafi verið fyrirgefið. Á sama tíma sé ekki vitað hvar hann sé niðurkominn. Í frétt CNN er bent á að fyrir tuttugu árum hafi Pútín látið draga Mikhail Khodorkovsky, auðugasta mann Rússlands, úr flugvél með vopnavaldi og látið búta viðskiptaveldi hans í sundur fyrir allra augum. Gangi Prigozhin enn laus og sé að hunsa samkomulagið sem hann gerði við Lúkasjenka, bendi það til þess að Pútín hafi ekki tök á að handsama hann. Annar kostur er að auðjöfurinn hafi þegar verið handsamaður en það hafi ekki verið gert opinbert. Það gæti vísað til þess að Pútín óttist að opinbera það af ótta við ítök auðjöfursins og Wagner innan rússneska hersins. Farið hörðum orðum um auðjöfurinn Ríkismiðlar Rússlands eru á yfirsnúningi við að grafa undan vinsældum Prigozhin. Í sjónvarpsþáttum þar sem auðjöfurinn og málaliðar hans voru hylltir fyrir uppreisnina er hann nú málaður sem föðurlandssvikari og glæpamaður. Í frétt BBC er þó tekið fram að í ríkismiðlum Rússlands sé lítið sem ekkert talað um langvarandi gagnrýni Prigozhin á rússneska herinn og innrásina í Úkraínu. Blaðamenn sem fylgjast með ríkismiðlum Rússlands segja þetta í fyrsta sinn sem farið sé svo hörðum orðum um Prigozhin. Í einum þætti, sem kallast 60 mínútur, voru sýndar myndir frá heimili auðjöfursins. „Skoðum hvernig þessi baráttumaður fyrir sannleikanum lifði, maður sem hefur tvisvar sinnum verið dæmdur fyrir glæpi og staðhæfði að allir aðrir væru þjófar,“ sagði einn af þáttastjórnendunum. „Skoðum höllina sem byggð var fyrir þennan baráttumann gegn spillingu og glæpum.“ Hér að neðan má sjá textað myndefni sem fréttakonan Julia Davis tók saman um nýlega umfjöllum um Prigozhin í rússnesku sjónvarpi. Myndefnið sem tekið var við húsleit á heimili Prigozhin sýndi hrúgur af reiðufé, gullstangir, gyllta húsmuni, fölsk vegabréf, þyrlu og hvítt efni sem gæti verið kókaín. Einnig sást stór sleggja með áletruninni: „Notist í mikilvægum samningaviðræðum“. Það er tilvísun í það að einn af málaliðum Wagner var tekinn af lífi með sleggju, eftir að hann var sakaður um að hafa svikið málaliðahópinn. Í öðrum sjónvarpsþáttum hefur því verið haldið fram að Prigozhin hafi látið stýrast af græðgi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Blaðamenn Reuters hafa staðfest það með viðtölum við heimamenn og skoðun á myndefni en Úkraínumenn segja málaliðana hafa farið nær herstöðinni en það. Vestrænir ráðamenn segja málaliðana ekki hafa ógnað herstöðinni við stutta uppreisn þeirra. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði í viðtali við Reuters að málaliðarnir hefðu komist að herstöðinni og að þeir hafi viljað verða sér út um svokölluð taktísk kjarnorkuvopn til að styðja uppreisn þeirra. Budanov segir að það eina sem stóð í vegi þeirra hafi verið dyrnar að kjarnorkuvopnageymslunni en að þeir hafi ekki getað opnað þær. Frásögn hans hefur ekki verið staðfest. Heimildarmaður Reuters í Kreml tók þó undir hluta af frásögn Budanovs og sagði að málaliðarnar hefðu komist inn á svæði þar sem kjarnorkuvopn hafi verið geymt og þess vegna hafi Bandaríkjamenn orðið stressaðir. Adam Hodge, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir þetta ekki rétt. Kjarnorkuvopnum Rússlands hafi ekki verið ógnað. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við sagði einnig að málaliðar Wagner hefðu enga leið til að koma höndum yfir virkt kjarnorkuvopn. Það sé nánast ómögulegt fyrir aðila utan rússneska ríkisins. Deilur urðu að uppreisn Wagner var stofnað af auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin og Dmitry Utkin, sem starfaði áður í leyniþjónustu rússneska hersins. Málaliðahópurinn var stofnaður vegna upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 en er einnig virkur í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Það var eftir að Prigozhin var dæmdur fyrir þjófnað árið 1979, þegar hann var átján ára gamall. Hann var svo dæmdur fyrir rán tveimur árum síðar og sat í fangelsi í níu ár. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Utkin er skreyttur húðflúrum af merkjum nasista og er ástæðan fyrir því að málaliðahópurinn er kenndur við Wagner sú að tónskáldið Richard Wagner var í miklu uppáhaldi hjá Adolf Hitler. Málaliðar Wagner í Rostov þann 24. júní. Þeir lögðu borgina undir sig en íbúar hennar virtust taka þeim vel.EPA/STRINGER Málaliðar Wagner hafa tekið mjög virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en Prigozhin hefur einnig verið mjög gagnrýninn á það hvernig forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Rússlands, þeir Sergei Shoigu, ráðherra, og Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, hafa haldið á spöðunum varðandi innrásina. Sjá einnig: Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta Upp úr sauð svo þann 23. júní, þegar Prigozhin hélt því fram að rússneski herinn hefði gert árásir á bækistöð Wagner í austurhluta Úkraínu og að margir málaliðar hefðu fallið. Þetta var í kjölfar þess að því hafði verið lýst yfir að allir rússneskir málaliðar ættu að skrifa undir samninga við herinn. Prigozhin sagði það ekki koma til greina. Hann lýsti því svo yfir að hann ætlaði að handsama forsvarsmenn ráðuneytisins og hersins en í kjölfarið hertóku málaliðarnir borgina Rostov í suðurhluta Rússlands og keyrðu þúsundir þeirra í átt að Moskvu. Rússneskir hermenn lögðu víða niður vopn, í stað þess að reyna að stöðva málaliðana en fáir ef einhverjir hermenn gengu til liðs við þá. Hermenn neituðu að stöðva Wagner Heimildarmenn Reuters segja að hermenn í minnst tveimur herdeildum sem skipað var að reyna að stöðva framsókn málaliðanna í átt að Moskvu hafi ekki orðið við þeim skipunum. Skömmu áður en stórar bílalestir málaliða komust til Moskvu lýsti Prigozhin því yfir að þær ættu að snúa við. Það var um kvöldið 24. júní, rúmum sólarhring eftir að uppreisnin hófst. Þá voru málaliðar Wagner í á annað hundrað kílómetra fjarlægð frá Moskvu. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, mun hafa gert samkomulag við Prigozhin en samkvæmt því myndi auðjöfurinn ekki verða saksóttur vegna uppreisnarinnar og málaliðar Wagner gætu farið til Belarús eða gengið til liðs við rússneska herinn. Ríkisstjórn Belarús lýsti því yfir í gær að málaliðar Wagner myndu þjálfa her ríkisins og deila reynslu þeirra með hermönnum. Moscow Times hefur eftir Lúkasjenka að málaliðarnir þyrftu að skrifa undir samninga við ríkið og sagðist hann ekki óttast sambærilega uppreisn þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær þeir eiga að vera fluttir þangað. Pútín fundaði með Prigozhin Fregnir hafa svo borist af því að Prigozhin hafi fundað með Valdimír Pútin, forseta Rússlands, þann 29. júní. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútins, segir að þá hafi Pútín gefið Prigozhin sýna mynd af því sem gerðist þann 24. júní. Þá segir Peskóv að Prigozhin hafi heitið því að málaliðar Wagner væru tilbúnir til að berjast áfram fyrir móðurlandið. Talsmaðurinn vildi þó ekki segja meira um fundinn. Hvar Prigozhin er liggur ekki fyrir en hann mun ekki vera í Belarús. Í frétt CNN segir að það að Prigzohin hafi fundað með Pútín, fimm dögum eftir uppreisnina, sem er líklega sú helsta ógn sem Pútín hefur staðið frammi fyrir í valdatíð sinni, sé til marks um að forsetinn eigi í vandræðum. Tveimur dögum eftir að Pútín hyllti rússneska hermenn fyrir að koma í veg fyrir borgarastyrjöld, fundaði hann með uppreisnarmönnunum innan veggja Kreml og þeim fundi var haldið leyndum í ellefu daga. Yfirvöld í Rússlandi eru að taka veldi Prigozhin í sundur, með því að loka fjölmiðlum hans, gera húsleit á skrifstofum hans og heimili en það bendir ekki til þess að auðjöfrinum hafi verið fyrirgefið. Á sama tíma sé ekki vitað hvar hann sé niðurkominn. Í frétt CNN er bent á að fyrir tuttugu árum hafi Pútín látið draga Mikhail Khodorkovsky, auðugasta mann Rússlands, úr flugvél með vopnavaldi og látið búta viðskiptaveldi hans í sundur fyrir allra augum. Gangi Prigozhin enn laus og sé að hunsa samkomulagið sem hann gerði við Lúkasjenka, bendi það til þess að Pútín hafi ekki tök á að handsama hann. Annar kostur er að auðjöfurinn hafi þegar verið handsamaður en það hafi ekki verið gert opinbert. Það gæti vísað til þess að Pútín óttist að opinbera það af ótta við ítök auðjöfursins og Wagner innan rússneska hersins. Farið hörðum orðum um auðjöfurinn Ríkismiðlar Rússlands eru á yfirsnúningi við að grafa undan vinsældum Prigozhin. Í sjónvarpsþáttum þar sem auðjöfurinn og málaliðar hans voru hylltir fyrir uppreisnina er hann nú málaður sem föðurlandssvikari og glæpamaður. Í frétt BBC er þó tekið fram að í ríkismiðlum Rússlands sé lítið sem ekkert talað um langvarandi gagnrýni Prigozhin á rússneska herinn og innrásina í Úkraínu. Blaðamenn sem fylgjast með ríkismiðlum Rússlands segja þetta í fyrsta sinn sem farið sé svo hörðum orðum um Prigozhin. Í einum þætti, sem kallast 60 mínútur, voru sýndar myndir frá heimili auðjöfursins. „Skoðum hvernig þessi baráttumaður fyrir sannleikanum lifði, maður sem hefur tvisvar sinnum verið dæmdur fyrir glæpi og staðhæfði að allir aðrir væru þjófar,“ sagði einn af þáttastjórnendunum. „Skoðum höllina sem byggð var fyrir þennan baráttumann gegn spillingu og glæpum.“ Hér að neðan má sjá textað myndefni sem fréttakonan Julia Davis tók saman um nýlega umfjöllum um Prigozhin í rússnesku sjónvarpi. Myndefnið sem tekið var við húsleit á heimili Prigozhin sýndi hrúgur af reiðufé, gullstangir, gyllta húsmuni, fölsk vegabréf, þyrlu og hvítt efni sem gæti verið kókaín. Einnig sást stór sleggja með áletruninni: „Notist í mikilvægum samningaviðræðum“. Það er tilvísun í það að einn af málaliðum Wagner var tekinn af lífi með sleggju, eftir að hann var sakaður um að hafa svikið málaliðahópinn. Í öðrum sjónvarpsþáttum hefur því verið haldið fram að Prigozhin hafi látið stýrast af græðgi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57 Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27
Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. 9. júlí 2023 08:57
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21