„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 11:00 Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, kveðst hafa viljað mæta Gylfa Þór að Hlíðarenda í kvöld. Samsett/Vísir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins. Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira