Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2023 16:18 Skjáskot úr myndbandinu sem fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla í gær. Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. Vegfarandi lýsti því í samtali við Vísi í gær hvernig flutningabíllinn með tengivagn hefði verið búinn að taka fram úr fimm bílum þegar bíll kom á móti honum. Til að forða sér frá árekstri þurfti flutningabíllinn að sveigja aftur inn á hinn vegarhelminginn með þeim afleiðingum að annar bíll endaði úti í vegarkanti. Samskip fundaði með bílstjóranum eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá Samkipum segir að fyritækið líti atvikið mjög alvarlegum augum. „Aksturslagið sem sést á myndbandi sem hefur verið í dreifingu er engan vegin í samræmi við verklag og öryggiskröfur Samskipa. Farið hefur verið yfir atvikið innan Samskipa og viðkomandi starfsmaður hefur lokið störfum hjá fyrirtækinu. Öryggi starfsmanna og vegfarenda er fyrirtækinu gríðarlega mikilvægt og munu áherslur félagsins áfram miðast að því,“ segir í tilkynningu. Lífi fólks stefnt í hættu Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir upptökur af atvikinu hafa borist embættinu í morgun. Rannsóknardeildin sé að vinna í málinu en rannsókn eðlilega ekki langt komin. Haft verði samband við Samskip og óskað eftir upplýsingum um hver hafi setið undir stýri. Viðkomandi verði boðaður í skýrslutöku og myndböndin séu lykilsönnunargagn. „Þetta er ekki bara fram úr akstur. Þarna er verið að stefna lífi fólks í hættu. Fólk þarf að fara út af veginum, bæði bíll sem kemur á móti og svo þarf bíll við hliðina að forða sér.“ Það komi í hlut saksóknara hjá embættinu fyrir hvers konar brot verði kært. Ásmundur segir að embættinu hafi borist önnur tilkynning vegna sama ökutækis í gær. Það hafi verið á vegakafla þar sem vegaframkvæmdir taka við af bundnu slitlagi. Flutningabíll Samskipa hafi ekki hægt á ferð sinni heldur ekið yfir malarkafla á veginum. Grjóti hafi rignt yfir bíl á svæðinu. Óskemmtilegt að fá steina í bílinn „Hann hefur ekki slegið af þar,“ segir Ásmundur. Þeir hafi auðvitað engar hraðamælingar til að staðfesta þetta en myndir af skemmdum á bílnum segi sína sögu. Hann segir tilganginn augljósan með að draga úr hraða á þessum vegakafla í Borgarfirðinum þar sem framkvæmdir standi yfir. „Auðvitað er verið að taka niður hraða þar sem vegaframkvæmdir eru til að koma í veg fyrir að fólk skauti út af,“ segir Ásmundur. En um leið að koma í veg fyrir að fólk fái steina í bíla sína. Það sé ekki skemmtilegt með tilheyrandi tjóni og skemmdum á lakki. Hann á von á því að það mál endi hjá tryggingafélagi viðkomandi. Ásmundur segir nóg að gera hjá embættinu í umferðarmálum. Þjóðvegurinum fylgi tilheyrandi umferð og embættinu berist fjöldi tilkynninga í hverri einustu viku. Í mörgum tilfellum þegar lögregla nær til sökudólganna komi í ljós að viðkomandi sé í annarlegu ástandi. Algengara sé að um fíkniefni sé að ræða en ölvun. „Í gamla daga var það ölvunarakstur en núna fíkniefni eða lyfjaakstur. Þetta hefur aðeins snúist við.“ Gripin á myndavél með síma við hönd Þrír í viku að meðaltali séu grunaðir um akstur undir einhvers konar áhrifum og svo bætist við hraðaaksturinn. Embættið reyni að sporna við því með sýnilegri löggæslu. Því til viðbótar hefur embættið á sinni könnu allar hraðamyndavélar á Íslandi. „Þetta eru fjögur til fimm þúsund myndir á mánuði. Fólk fær heimsendar sektir og þetta fer allt til ríkisins. Ekki í árshátíðarsjóð hjá okkur eins og einhverjir vilja meina,“ segir Ásmundur á léttum nótum. Í mörgum tilfellum kemur í ljós á myndunum úr hraðamyndavélum að ökumenn eru með síma við eyrað. Þá bætist við fjörutíu þúsund króna sekt. „Þó þú segir að þú hafir ekki verið að tala við einhvern þá teljum við ansi góðar líkur á því, þegar einhver er með símann við eyrað, að hann sé að tala við einhvern.“ Banaslys séu of algeng og verði það þar til fólk keyri hægar. Ásmundur bindur vonir við rafmagnsbílana þar sem ökumenn vita, þökk sé tölvubúnaði bílanna, hve langt þeir komast á hraðanum. „Græjan segir þér að þú komist á Blönduós ef þú keyrir á 90 en bara í Hrútafjörð ef þú keyrir á 120.“ Fréttin er í vinnslu. Lögreglumál Samgöngur Borgarbyggð Tengdar fréttir Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Vegfarandi lýsti því í samtali við Vísi í gær hvernig flutningabíllinn með tengivagn hefði verið búinn að taka fram úr fimm bílum þegar bíll kom á móti honum. Til að forða sér frá árekstri þurfti flutningabíllinn að sveigja aftur inn á hinn vegarhelminginn með þeim afleiðingum að annar bíll endaði úti í vegarkanti. Samskip fundaði með bílstjóranum eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá Samkipum segir að fyritækið líti atvikið mjög alvarlegum augum. „Aksturslagið sem sést á myndbandi sem hefur verið í dreifingu er engan vegin í samræmi við verklag og öryggiskröfur Samskipa. Farið hefur verið yfir atvikið innan Samskipa og viðkomandi starfsmaður hefur lokið störfum hjá fyrirtækinu. Öryggi starfsmanna og vegfarenda er fyrirtækinu gríðarlega mikilvægt og munu áherslur félagsins áfram miðast að því,“ segir í tilkynningu. Lífi fólks stefnt í hættu Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir upptökur af atvikinu hafa borist embættinu í morgun. Rannsóknardeildin sé að vinna í málinu en rannsókn eðlilega ekki langt komin. Haft verði samband við Samskip og óskað eftir upplýsingum um hver hafi setið undir stýri. Viðkomandi verði boðaður í skýrslutöku og myndböndin séu lykilsönnunargagn. „Þetta er ekki bara fram úr akstur. Þarna er verið að stefna lífi fólks í hættu. Fólk þarf að fara út af veginum, bæði bíll sem kemur á móti og svo þarf bíll við hliðina að forða sér.“ Það komi í hlut saksóknara hjá embættinu fyrir hvers konar brot verði kært. Ásmundur segir að embættinu hafi borist önnur tilkynning vegna sama ökutækis í gær. Það hafi verið á vegakafla þar sem vegaframkvæmdir taka við af bundnu slitlagi. Flutningabíll Samskipa hafi ekki hægt á ferð sinni heldur ekið yfir malarkafla á veginum. Grjóti hafi rignt yfir bíl á svæðinu. Óskemmtilegt að fá steina í bílinn „Hann hefur ekki slegið af þar,“ segir Ásmundur. Þeir hafi auðvitað engar hraðamælingar til að staðfesta þetta en myndir af skemmdum á bílnum segi sína sögu. Hann segir tilganginn augljósan með að draga úr hraða á þessum vegakafla í Borgarfirðinum þar sem framkvæmdir standi yfir. „Auðvitað er verið að taka niður hraða þar sem vegaframkvæmdir eru til að koma í veg fyrir að fólk skauti út af,“ segir Ásmundur. En um leið að koma í veg fyrir að fólk fái steina í bíla sína. Það sé ekki skemmtilegt með tilheyrandi tjóni og skemmdum á lakki. Hann á von á því að það mál endi hjá tryggingafélagi viðkomandi. Ásmundur segir nóg að gera hjá embættinu í umferðarmálum. Þjóðvegurinum fylgi tilheyrandi umferð og embættinu berist fjöldi tilkynninga í hverri einustu viku. Í mörgum tilfellum þegar lögregla nær til sökudólganna komi í ljós að viðkomandi sé í annarlegu ástandi. Algengara sé að um fíkniefni sé að ræða en ölvun. „Í gamla daga var það ölvunarakstur en núna fíkniefni eða lyfjaakstur. Þetta hefur aðeins snúist við.“ Gripin á myndavél með síma við hönd Þrír í viku að meðaltali séu grunaðir um akstur undir einhvers konar áhrifum og svo bætist við hraðaaksturinn. Embættið reyni að sporna við því með sýnilegri löggæslu. Því til viðbótar hefur embættið á sinni könnu allar hraðamyndavélar á Íslandi. „Þetta eru fjögur til fimm þúsund myndir á mánuði. Fólk fær heimsendar sektir og þetta fer allt til ríkisins. Ekki í árshátíðarsjóð hjá okkur eins og einhverjir vilja meina,“ segir Ásmundur á léttum nótum. Í mörgum tilfellum kemur í ljós á myndunum úr hraðamyndavélum að ökumenn eru með síma við eyrað. Þá bætist við fjörutíu þúsund króna sekt. „Þó þú segir að þú hafir ekki verið að tala við einhvern þá teljum við ansi góðar líkur á því, þegar einhver er með símann við eyrað, að hann sé að tala við einhvern.“ Banaslys séu of algeng og verði það þar til fólk keyri hægar. Ásmundur bindur vonir við rafmagnsbílana þar sem ökumenn vita, þökk sé tölvubúnaði bílanna, hve langt þeir komast á hraðanum. „Græjan segir þér að þú komist á Blönduós ef þú keyrir á 90 en bara í Hrútafjörð ef þú keyrir á 120.“ Fréttin er í vinnslu.
Lögreglumál Samgöngur Borgarbyggð Tengdar fréttir Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54