Körfubolti

Milka ó­vænt til Njarð­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Samningurinn undirritaður og allir sáttir.
Samningurinn undirritaður og allir sáttir. Njarðvík

Eftir þrjú ár með Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta hefur miðherjinn Domynikas Mikla ákveðið að breyta til og semja við nágrannalið Njarðvíkur. Frá þessu greindi Njarðvík nú rétt í þessu.

Á heimasíðu Njarðvíkur segir að Milka hafi samið við félagið til tveggja ára. Þessi tíðindi koma verulega á óvart þar sem Litháinn stóri og stæðilegi hefur leikið með erkifjendum félagsins í Keflavík undanfarin þrjú ár.

Milka skilaði 17 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik í Subway-deildinni á síðustu leiktíð.

Ljóst er að miklar breytingar verða á liði Keflavíkur en þjálfari liðsins, Hjalti Þór Vilhjálmsson, hefur yfirgefið félagið og bróðir hans, landsliðsmaðurinn Hörður Axel, hefur samið við Álftanes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×