Erlent

Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Huw Edwards er fréttaþulurinn sem stendur frammi fyrir alvarlegum ásökunum.
Huw Edwards er fréttaþulurinn sem stendur frammi fyrir alvarlegum ásökunum. Getty

Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni.

Greint var frá því fyrr í vikunni að ónafngreindur en vel þekktur sjónvarpsmaður hjá Breska ríkisútvarpinu (BBC) væri sakaður um hið fyrrnefnda. 

Móðir umræddrar ungar konu, sem er nú tuttugu ára, sagði blaðamönnum The Sun, í grein sem birt var um helgina, að skjáskot væri til af viðkomandi fréttamanni, sem var þá ekki nafngreindur, á nærfötunum þar sem hann átti í myndbandssamtali við táninginn. Maðurinn er sagður hafa greitt konunni meira en 35 þúsund pund fyrir myndir og myndbönd og hófust greiðslurnar þegar konan var sautján ára.

Eiginkona Edwards, Vicky Flindt greindi frá því í yfirlýsingu síðdegis að Edwards stæði frammi fyrir þessum ásökunum. Í yfirlýsingu segir hún eiginmann sinn þjást af alvarlegum geðvandamálum og hafi notið meðferðar við þunglyndi síðustu ár. 

Segir hún að Edwards hafi verið vistaður á geðdeild eftir að málið kom upp en honum hafi versnað síðustu daga. Hann muni svara fyrir ásakanirnar þegar honum hefur batnað.


Tengdar fréttir

Þekktur sjónvarpsmaður sendi táningi fé fyrir nektarmyndir

Ónafngreindur en vel þekktur sjónvarpsmaður hjá Breska ríkisútvarpinu (BBC) stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. Hann er sagður hafa lagt þúsundir punda inn á reikning stúlkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×