Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð
![Tekjur gagnaversins á Korputorgi stóðu nánast í stað á liðnu ári og námu samtals ríflega 100 milljónum króna.](https://www.visir.is/i/7D8D4F5013F1DB01807536836C55B6455C6C2ADE2591C2651267F6F45EC82262_713x0.jpg)
Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D420734F8AB14868DBC5EA416D10CA21A291811264BBF5D409788DCDB62F00F3_308x200.jpg)
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka
Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka.
![](https://www.visir.is/i/1FB8D2EE4AE9311193C1A0C185D1E6C4FAF2055CB5AF4172D5110AF50F2D324D_308x200.jpg)
Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi
Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum.
![](https://www.visir.is/i/10160BC3BD8FB604F746DB94D9858A6BCF95E1DBE039896E1C50CD3BBED0BCCE_308x200.jpg)
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins
Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.