Fær engar bætur eftir árekstur við barn Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 10:49 Drengurinn ók rafhlaupahjóli þegar konan hjólaði í veg fyrir hann. Vísir/Vilhelm Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins]. Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins].
Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira